Andstaðan eykst gegn hömlulausum fjöldainnflutningi í heiminum

Andstaðan við hömlulausa fólksflutninga eykst í mörgum löndum og í sumum þeirra hraðar en í öðrum. Það kemur fram í nýrri stórri alþjóða könnun USNews.com sem nýlega var birt. Í Svíþjóð og í mörgum öðrum löndum innan ESB fækkar þeim stöðugt sem hlynntir eru auknum fjölda innflytjenda.

Skýrslan nær til 17.000 manns í 36 löndum og sýnir þverrandi stuðning við innflytjendur í stórum hluta heims. Cristián Doña-Reveco, dósent við háskólann í Nebraska Omaha viðurkenndi, að „það er í gangi einhver neikvæð samstaða meðal móttökuríkja … að herða þurfi á lögum um fólksinnflutninga.“

15% fleiri á móti fólksinnflutningi í Chile í ár miðað við 2022

Þrátt fyrir vaxandi andstöðu halda stjórnvöld í nokkrum löndum samt áfram að þvinga stórfelldum fólksinnflutningi yfir á herðar landsmanna sinna. Í könnuninni var fólk spurt hvort það væri sammála fullyrðingunni um að „land mitt ætti að vera opnara fyrir innflytjendum.“ Á heimasíðu USNews segir m.a.:

„Bandaríkin féllu næst mest – frá 67% sem samþykktu fleiri innflytjendur árið 2022 í næstum 58% árið 2023.“

Mesta breyting í afstöðu til aukins fólkinnflutnings var í Chile. Þar voru aðeins um 42,5% sammála fullyrðingunni – 15% færri en árið 2022 þegar 57,5% sögðust sammála. Er það stærsta minnkun á stuðningi við aukin fólksinnflutning meðal þeirra 36 landa sem US News kannar árlega.

Mest andstaða gegn aukningu á fólksinnflutningum í Svíþjóð

Fyrir aðeins fimm árum síðan studdu um 70% Chilebúa að taka á móti fleiri innflytjendum. Erlendum íbúum fjölgaði næstum 100% í Chile á milli 2017-2021. 9% af farandfólki í landinu eru frá Venesúela og Haítí. Hér að neðan má sjá aukningu í neikvæðri afstöðu til fólksinnflutnings á milli áranna 2022-2023. Eins og sjá má er afstaðan gegn hömlulausum fólksinnflutningi hörðust í Svíþjóð en yfirvöld kæra sig kollótt og halda innflutningnum áfram þrátt fyrir að segja annað.

Almenningsálitið er einnig að breytast í átt að auknu meðborgaralýðræði í Ástralíu og Bretlandi en bæði löndin hafa þurft að þola hömlulausan fólksinnflutning stjórnmálaelítu viðkomandi landa. Í Bandaríkjunum sögðu 54%, að opin landamæri og aukning innflytjenda á tíma Biden-stjórnarinnar geri lífið erfiðara fyrir alla, samkvæmt könnun Reuters/Ipsos í september 2023. Eru það 6% fleiri en svöruðu sömu spurningu tveimur mánuðum áður í júlí 2023.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa