Mike Johnson kjörinn nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Það var söguleg stund á Bandaríkjaþingi í gær bæði fyrir Louisiana og repúblikana, þegar Mike Johnson batt endi á allar deilur og repúblikanar sameinuðust allir sem einn um hann sem nýjan þingforseta fulltrúadeildarinnar. Kevin McCarthy fyrri forseti þingsins var felldur í vantrauststillögu á þinginu 3. október eftir 9 mánaða tímabil – það stysta í sögu Bandaríkjaþings.

Á miðvikudaginn var þingmaður repúblikana Mike Johnson kjörinn sem nýr þingforseti 118. Bandaríkjaþings eftir tuttugu og tveggja daga leit að nýjum forseta. Alls kepptu 14 þingmenn um embættið, fjórir voru tilnefndir og fjórar atkvæðagreiðslur fóru fram áður en þingið fékk sinn forseta.

429 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna sem féllu þannig að allir nærverandi repúblikanar, 220 þingmenn (einn var fjarverandi) greiddu atkvæði með Johnson. 215 atkvæði þurfti til að verða kosinn. Þrír demókratar voru fjarverandi en 209 viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Á myndbandinu að neðan má sjá þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru gerð kunn:

Nokkrum klukkustundum fyrir aðalatkvæðagreiðsluna skrifaði Johnson kraftmikla yfirlýsingu fyrir föðurlandið á X með mynd af bandaríska fánanum og setningunni „Við treystum á Guð:“

Eftir að Mike Johnson var kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar þá bauð hann flokkssystkinum sínum að sameinast sér í bæn:

Johnson var áður með í lagateymi Trump forseta og hefur verið traustur bandamaður fyrrverandi forseta:

Nánari upplýsingar um Mike Johnson eru á X-inu hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa