Höfundur rússalyganna, Hillary Clinton, segir Tucker Carlson „nytsaman fávita“ sem vinnur fyrir Rússa

Í viðtali við Hillary Clinton sem birt var áður en Tucker Carlson átti viðtal við Pútín Rússlandsforseta, þá uppnefnir Hillary Clinton Tucker Carlson og segir hann „nytsaman fávita“ á samningi við rússneska fjölmiðla. Segir hún Carlson misheppnaðan blaðamann sem hafi verið rekinn frá störfum vegna vangetu sinna.

Hillary Clinton var staðin að því að eyða þúsundum tölvubréfa með leyndarmálum Bandaríkjanna, þegar hún var utanríkisráðherra. Hún er einnig uppvís að hafa komið af stað furðusögum um, að Donald Trump sé rússneskur njósnari, með keyptri lygaskýrslu erlendis frá. Hún tapaði tilnefningu til forsetaefnis demókrata ár 2008 fyrir Obama og síðar tapaði hún fyrir Donald Trump í forsetakosningunum ár 2016. Viðtalið við Alex Wagner hjá MSBNBC má sjá að neðan en hér eru nokkrar tilvitnanir:

Alex Wagner: „Tucker Carlson er í Moskvu núna að taka viðtal við Vladimir Pútín, sem fyrsti Bandaríkjamaðurinn, ég myndi segja blaðamaðurinn, sem tekur viðtal við Pútín eftir að stríðið hófst í Úkraínu. Hvað segir það þér um Tucker Carlson og hægrisinnaða fjölmiðla og Vladimir Pútín?“

Hillary Clinton:

„Jæja, það sýnir mér það sem ég held að við höfum öll vitað: hann er það sem kallað er „nytsamur fáviti“. Ég meina, ef þú lest það sem er sagt í rússneskum fjölmiðlum, þá gera þeir grín að honum. Hann er eins og hvolpur. Þú veist, eftir að hafa verið rekinn frá svo mörgum fjölmiðlum í Bandaríkjunum, þá kæmi það mér ekki á óvart að hann væri með samning við (rússneskan) fjölmiðil, vegna þess að hann er „nytsamur fáviti“.

„Hann segir hluti sem eru ekki sannir. Hann étur upp lygapakka Vladimirs Pútíns um Úkraínu eins og páfagaukur. Svo ég sé ekki hvers vegna Pútín ætti ekki veita honum viðtal; í gegnum hann (Tucker) getur hann (Pútín) haldið áfram að ljúga um markmið sín í Úkraínu og hvað vill að muni gerast.“

„Það er í raun frekar sorglegt að maður eins og Tucker Carlson sem er ekki hver sem er en hefur eins og ég sagði, verið rekinn svona mörgum sinnum, vegna þess að hann getur ekki sagt sannar fréttir, heldur líka vegna þess að það er merki um að það sé fólk í þessu landi núna sem eru eins og fimmta herdeildin fyrir Vladimir Putin. Af hverju? Ég veit það ekki. Af hverju eru ákveðnir repúblikanar að styðja þetta? Af hverju trúa aðrir Bandaríkjamenn Pútín bókstaflega? Hvers vegna trúði Trump frekar Pútín en ellefu leyniþjónustum okkar?“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa