Hroðaleg útreið vinstri manna í Portúgal – Íhaldsflokkurinn Chega fjórfaldar fylgið

Andre Ventura leiðir íhaldsflokkinn Chega sem varð sigurvegari kosninganna í Portúgal.

Íhaldsflokkurinn „Chega“ (Nú er komið nóg) fékk fjórum sinnum fleiri þingsæti en áður og tókst að ná oddastöðu með 48 þingsætum. Stærsti flokkurinn er Lýðræðisbandalag jafnaðarmanna Aliança Democráticasem bæta við sig þremur þingsætum og fá 79 þingsæti. Sósíalistar sem höfðu eigin meirihluta á þinginu fá hroðalega útreið vegna spillingarmála og tapa 40% af fylgi sínu. Fara þeir úr 117 þingsætum niður í 77 þingsæti.

Valdastaða vinstri manna er í rúst eftir stórsigur íhaldsflokksins Chega. Bæði jafnaðarmenn og sósíalistar lýsa því yfir að þeir neita að vinna með Chega. Chega hefur lýst því yfir að þeir verði ekki fjórða hjólið undir vagni neins annars flokks eins og t.d. Svíþjóðardemókratar án ráðherraembætta í Svíþjóð. Chega vill ganga inn í ríkisstjórn og fá ráðherra ef slík stjórn verður mynduð.

Eftir að António Costa, forsætisráðherra jafnaðarmannaflokksins, sagði af sér síðasta haust, í kjölfar spillingar var boðað til nýrra kosninga. Úrslitin má sjá hér að neðan.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa