Hundruð þúsunda í kröfugöngu Bolsonaros gegn ríkisstjórn Brasilíu

Lula da Silva, forseti brasilískra sósíalista, er undir verulegum þrýstingi eftir að hafa kallað Ísraela þjóðarmorðingja og nasista. Engu að síður nýtur hann forréttindameðferðar hjá fjölmiðlum á meðan hinum geysivinsæla fv. forseta Brasilíu Jair Bolsonaro er haldið í kuldanum.

Meginmiðlar sýna ekki myndir frá sjálfri mótmælagöngunni til stuðnings Bolsonaro. Í mesta lagi eru sýndar myndir af hluta útifundarins eða þá af Bolsonaro á leið frá höfuðstöðvum alríkislögreglunnar eftir að þeir sviptu hann vegabréfi sínu. Reuters skrifar:

„Stuðningsmenn Jair Bolsonaro söfnuðust saman á sunnudag á hinni þekktu Paulista Avenue í Sao Paulo til að sýna fyrrum öfgahægri Brasilíuforseta stuðning. Samtímis er margar rannsóknir í gangi sem margir telja að gæti komið honum í fangelsi.“

Það var algjört „Bítlaæði“ í kringum Bolsonaro

Það sem meginfjölmiðlar sýna ekki:

Ríkisstjórn Lula stundar nornaveiðar á Bolsonaro og fylgismönnum hans. Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til mótmælagöngunnar. Bolsonaro sagði að um „friðsamleg mótmæli væri að ræða í þágu réttarríkisins og frelsis okkar, fjölskylda og framtíð landsins.“ Brasilíubúar brugðust vel við kallinu eins og sjá má á þessum myndböndum.

Bolsonaro varð nýlega fyrir lögregluárás í rannsókn yfirvalda á ímyndaðri „valdaránstilraun.“ Reuters skrifar:

„Vegabréf Bolsonaro var gert upptækt og hann sakaður um að hafa breytt drögum að tilskipun til að hnekkja úrslitum kosninga. Hann þrýsti á herforingja til að taka þátt í valdaránstilraun og ætlaði að fangelsa hæstaréttardómara eftir kosningatapið fyrir vinstri forsetann Luiz Inacio Lula da Silva, árið 2022.”

Reuters nefnir ekki að Lula var í fangelsi vegna fjármálaspillingar og var látin laus fyrir kosningarnar af vægast sagt mjög gagnrýndum hæstaréttardómara. Brasilíumenn sem fylktu liði á götum Sao Paulo sýna að raunveruleikinn er annar en Reuters greinir frá.

Þingmaðurinn Marco Feliciano, flokksbróðir Bolsonaro sagði: „Bolsonaro er ekki dáinn, hann er samkeppnisfær og ranglætið má ekki sigra.“ Hann bætti því við, að ringulreið myndi skapast í Brasilíu, ef fv. forsetinn yrði handtekinn. Tarcisio de Freitas, ríkisstjóri Sao Paulo, sem er talinn hugsanlegur arftaki brasilískra hægrimanna staðfesti að hann myndi mæta í mótmælagönguna.

Heimildarmaður nærri Bolsonaro sagði að „Bolsonaro er að sýna hæstarétti styrk sinn og stjórnmálalegt fylgi, jafnvel þótt hann verði handtekinn.“ Gerði hann samanburð á Bolsonaro og skúrknum Lula, sem sat 580 daga í fangelsi á árunum 2018-2019 vegna spillingarmála. Síðar var refsing hans felld úr gildi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa