Lula da Silva, forseti brasilískra sósíalista, er undir verulegum þrýstingi eftir að hafa kallað Ísraela þjóðarmorðingja og nasista. Engu að síður nýtur hann forréttindameðferðar hjá fjölmiðlum á meðan hinum geysivinsæla fv. forseta Brasilíu Jair Bolsonaro er haldið í kuldanum.
Meginmiðlar sýna ekki myndir frá sjálfri mótmælagöngunni til stuðnings Bolsonaro. Í mesta lagi eru sýndar myndir af hluta útifundarins eða þá af Bolsonaro á leið frá höfuðstöðvum alríkislögreglunnar eftir að þeir sviptu hann vegabréfi sínu. Reuters skrifar:
„Stuðningsmenn Jair Bolsonaro söfnuðust saman á sunnudag á hinni þekktu Paulista Avenue í Sao Paulo til að sýna fyrrum öfgahægri Brasilíuforseta stuðning. Samtímis er margar rannsóknir í gangi sem margir telja að gæti komið honum í fangelsi.“
Það sem meginfjölmiðlar sýna ekki:
Ríkisstjórn Lula stundar nornaveiðar á Bolsonaro og fylgismönnum hans. Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til mótmælagöngunnar. Bolsonaro sagði að um „friðsamleg mótmæli væri að ræða í þágu réttarríkisins og frelsis okkar, fjölskylda og framtíð landsins.“ Brasilíubúar brugðust vel við kallinu eins og sjá má á þessum myndböndum.
Bolsonaro varð nýlega fyrir lögregluárás í rannsókn yfirvalda á ímyndaðri „valdaránstilraun.“ Reuters skrifar:
„Vegabréf Bolsonaro var gert upptækt og hann sakaður um að hafa breytt drögum að tilskipun til að hnekkja úrslitum kosninga. Hann þrýsti á herforingja til að taka þátt í valdaránstilraun og ætlaði að fangelsa hæstaréttardómara eftir kosningatapið fyrir vinstri forsetann Luiz Inacio Lula da Silva, árið 2022.”
Reuters nefnir ekki að Lula var í fangelsi vegna fjármálaspillingar og var látin laus fyrir kosningarnar af vægast sagt mjög gagnrýndum hæstaréttardómara. Brasilíumenn sem fylktu liði á götum Sao Paulo sýna að raunveruleikinn er annar en Reuters greinir frá.
Þingmaðurinn Marco Feliciano, flokksbróðir Bolsonaro sagði: „Bolsonaro er ekki dáinn, hann er samkeppnisfær og ranglætið má ekki sigra.“ Hann bætti því við, að ringulreið myndi skapast í Brasilíu, ef fv. forsetinn yrði handtekinn. Tarcisio de Freitas, ríkisstjóri Sao Paulo, sem er talinn hugsanlegur arftaki brasilískra hægrimanna staðfesti að hann myndi mæta í mótmælagönguna.
Heimildarmaður nærri Bolsonaro sagði að „Bolsonaro er að sýna hæstarétti styrk sinn og stjórnmálalegt fylgi, jafnvel þótt hann verði handtekinn.“ Gerði hann samanburð á Bolsonaro og skúrknum Lula, sem sat 580 daga í fangelsi á árunum 2018-2019 vegna spillingarmála. Síðar var refsing hans felld úr gildi.