Hugveita Nató segir að Evrópuríkin verði að tvöfalda hernaðaraðstoð til Úkraínu

Evrópuríkin verða núna að tvöfalda hernaðaraðstoð til Úkraínu segir yfirmaður hugveitu Nató „Atlantic Council.“ Að sögn varnarmálaráðherra Úkraínu kemur um aðeins helmingur vopnasendinga frá vestrænum löndum fram á réttum tíma.

Stríðið í Úkraínu og stríðshamagangurinn heima fyrir hafa sett vopnaverksmiðjurnar í háan gír. Vopnaframleiðendur eins og Wallenberg í Svíþjóð græða á tá og fingri á vopnaframleiðslu þessa dagana. Mörg vestræn ríki hafa þegar skrifað undir langtíma samninga um hernaðaraðstoð við Úkraínu en það er aðeins byrjunin. Anna Wieslander, yfirmaður Norður-Evrópudeildar hugveitu Nató, segir að Evrópríkin verði að stórauka vopnasendingarnar. Ástæðan er meðal annars sú, að hernaðarstuðningi frá Bandaríkjunum hefur verið frestað.

Að sögn Wieslander verður að tvöfalda hernaðaraðstoðina ef Úkraína á að eiga einhvern möguleika á að berjast gegn Rússlandi. Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Wieslander segist telja, að Evrópuríkin hafi nauðsynlega fjármuni til að tvöfalda aðstoðina en það gæti verið að pólitískan vilja skorti.

Samtímis segir Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, í samtali við Reuters, að aðeins helmingur vopnasendinga sem sendar eru til landsins berist á réttum tíma. Loforð um vopn sé ekki það sama og að þau verði afhent.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa