Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, er ákærður í 9 liðum fyrir ýmis skattalagabrot.
Hunter Biden, 53 ára, var ákærður af alríkissaksóknara í vikunni fyrir að hafa haldið sér undan að greiða um 1,4 milljónir dollara í skatta, sem jafngildir um 194 milljónum íslenskum króna.
Í stað þess að borga skatta, á árunum 2016 til 2020, eyddi hinn umdeildi forsetasonur peningunum í „eyðslusaman lífsstíl“ með eiturlyfjum og vændiskonum, lúxusbílum og lúxushótelum. Þetta kemur fram í ákærunni, að sögn CNN.
Auk kærunnar hefur Hunter Biden áður verið ákærður í þremur liðum fyrir byssukaup árið 2018 samtímis og hann var sagður hafa notað ólögleg fíkniefni. Hunter Biden heldur fram sakleysi sínu í þessum málum.
Hunter Biden – sem lýst er sem algjörum ónytjungi- hefur grætt háar fjárfúlgur í ýmsum svindlsamningum í löndum eins og Kína og Úkraínu. Var það mögulegt vegna stöðu föður hans eins og efni úr fartölvu hans „vítistölvunni“ sýndi. Tölvupóstur frá fartölvunni vísar til „mikla mannsins“ sem mun fá sinn skerf af hagnaðinum í þessum samningum. Þessi „mikli maður“ var enginn annar en sjálfur Joe Biden sem núna vermir stólinn í Hvíta húsinu.