Hvað er síonismi? – Sjáið 5 mínútna myndskeið sem skýrir orðið

Sjáið CJ Pearson kynna hugtakið síonismi á 5 mínútna myndbandi frá Prager háskólanum.

Hvað er síonismi? Það er vissulega orð sem vekur djúpar tilfinningar – bæði hjá stuðningsmönnum þess og andstæðingum. Er það pólitísk hreyfing? Er það heimspeki? Er það eitthvað nýtt? Eða er það eitthvað gamalt? Reyndar er það allir þessir hlutir. En til að draga þetta saman í eina setningu, þá er síonismi sú trú, að gyðingaþjóðin eigi rétt á heimalandi og að heimalandið sé landið Ísrael, þar sem gyðingafólkið varð til. Þetta nær aftur til áhrifamestu bókar sem skrifuð hefur verið: Biblíunnar. Bókin sem færði heiminum boðorðin tíu er sama bók og kom síonisma í heiminn.

Orðið „Síon“ kemur fyrir í Biblíunni sem samheiti eða gælunafn fyrir bæði Jerúsalem og Ísrael. Málið er ekki flóknara en það. Í 1. Mósebók gefur Guð fyrsta gyðingnum Abraham óvenjulegt loforð: „Ég úthluta landinu sem þú dvelur í, sem eign til eilífðar þér og niðjum þínum sem á eftir koma.“

Þrjú sjálfstæð ríki á 3000 árum og öll voru ríki gyðinga

Og í 3.000 ár hafa gyðingar haldið fast við þá eign. Reyndar hafa aðeins verið þrjú sjálfstæð ríki á því landi á þessum þremur árþúsundum og þau hafa öll verið gyðingaríki. En það hefur ekki verið auðveld leið – minnst sagt.

Rómverjar héldu að þeir hefðu loksins rekið gyðinga út árið 70 e.Kr. þegar þeir eyðilögðu musterið mikla og jöfnuðu Jerúsalem við jörðu. Til að ljúka við verkið, þá breyttu þeir meira að segja nafni svæðisins í Palestínu. En það tókst ekki. Það var ekki hægt að rjúfa tengsl gyðinga við landið sitt.

Jafnvel þegar gyðingar voru dreifðir um heiminn, þá beindu þeir alltaf bænum sínum til Ísrael. Ísrael er svo miðlæg í sjálfsmynd gyðinga, að Biblían kallar á bölvun gegn þeim gyðingi sem viðurkennir það ekki. „Ef ég gleymi þér, Jerúsalem, megi hægri hönd mín lamast og tunga mín hætta að tala.“

Gyðingar hafa ætíð verið í landinu helga

Þrátt fyrir langa útlegð þá voru gyðingar alltaf í landinu helga. Oft í örvæntingarfullri fátækt, samfélaginu var haldið uppi af góðgerðarframlögum gyðinga sem bjuggu utan Ísrael. Þess konar Síonismi varaði í mörg hundruð ár.

Síonismi sem nútíma stjórnmálahreyfing varð til seint á nítjándu öld undir forystu merkilegs ungversks gyðings, Theodors Herzl. Herzl var blaðamaður og leikskáld og hneykslaðist mjög, þegar hann varð vitni að hinum alræmdu Dreyfus-réttarhöldum í París árið 1894. Alfred Dreyfus, sem var gyðingur og yfirmaður í franska hernum, var dæmdur fyrir landráð en hann framdi augljóslega ekki glæpinn. Réttarhöldin, sem urðu alþjóðlegt stórmál, voru toppurinn á ísjaka gyðingahaturs sem hafði lagst yfir stóran hluta Evrópu. Fyrst hin menningarlega Evrópa gat ekki tryggt gyðingum sínum öryggi, þá var ástandið vonlaust að sögn Herzl.

Chaim Weizmann, skjólstæðingur Herzls og síðar fyrsti forseti Ísraels, rakti ástandið á þennan hátt:

„Fyrir gyðinga er heiminum skipt í staði, þar sem þeir geta ekki búið og staði þar sem þeir komast ekki inn.“

Sameinuðu þjóðirnar greiddu atkvæði um að gera Ísrael að ríki á ný 1947

Herzl fór að trúa því, að það væri aðeins eitt svar fyrir gyðinga: Að stofna sitt eigið ríki þar sem þeir gætu stjórnað eigin örlögum. Þeir þurftu því að snúa aftur til Ísraels.

Hægt en stöðugt fluttu gyðingar þangað frá allri Evrópu. Þeir stofnuðu bæi og ristu borgir eins og Tel Aviv upp úr eyðimerkurlandslaginu. Herzl sjálfur dó áður en hann gat séð þessar aðgerðir bera ávöxt. En krafturinn var til staðar. Aðrir héldu því áfram sem hann hafði byrjað á.

Það sem gerði síonismann að tilvistarmáli var uppgangur nasismans, seinni heimsstyrjöldin og helförin. Þann 29. nóvember 1947 var bænum kynslóða gyðinga svarað. Sameinuðu þjóðirnar greiddu atkvæði með því að gera Ísrael að ríki á ný, sem gerir gyðinga að einu þjóðinni í sögunni sem hefur endurheimt heimaland sitt eftir að hafa verið gerð útlægð þaðan.

Ísrael hefur þurft að heyja þrjú stór stríð, mörg minniháttar og mátt þola endalausar hryðjuverkaárásir til að vera áfram til. Og að vera til áfram er það sem hefur verið gert. Ísrael er núna nærri tíu milljón manna þjóð, fimmtungur hennar eru ekki einu sinni gyðingur.

Grundvallarlegt hatur á öllu sem vestrænt er

Hugleiðið þetta: Á sama tíma og Ísrael varð ríki, þá varð Pakistan einnig að ríki. En ólíkt Ísrael var Pakistan glænýtt ríki, skilið frá Indlandi. Það voru engin forn tengsl við landið Pakistan. Það var enginn „pakistanismi“ eða jafngildi síonisma. Pakistan var einfaldlega hrakið frá Indlandi, vegna þess að múslimar á því svæði kröfðust þess. Milljónir hindúa sem bjuggu þar voru reknar burt með valdi. Utan Indlands mótmæltu fáir jafnvel á þeim tíma. Í dag efast enginn um tilverurétt Pakistans sem þjóðríkis.

Svo hvers vegna allar deilurnar? Hvers vegna allt hatrið sem beinist að Ísrael og hugmyndinni um að gyðingar eigi tilkall til fornaldarlandsins síns – hugmynd Síonista?

Svarið við þeirri spurningu er jafngamalt gyðingum. Það er kallað gyðingahatur. Það tekur á sig margar myndir. Andsíonismi er bara ein þeirra. Grundvallarlega er þetta hatur á öllu hinu vestræna. Hvernig er annars hægt að útskýra þessa tilviljun? Þeir sem hata síonismann mest eru þeir sömu og hata Bandaríkin mest.

Ég er CJ Pearson fyrir Prager háskólann.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa