Erdogan: Vesturlönd á bak við „fjöldamorð“ Ísraela á palestínskum svæðum

Á laugardaginn tók tyrkneski forsetinn þátt í fjölmennri mótmælagöngu í Istanbúl gegn Ísrael. Þar fullyrti hann meðal annars að Ísraelar væru að framkvæma fjöldamorð á Palestínumönnum á Gaza og að Tyrkir „gætu komið í óvænta heimsókn hvaða nótt sem er.“

AKP flokkur Erdogans efndi til fjölmennrar mótmæla þeirra sem hliðhollir eru Palestínumönnum í Istanbúl sl. laugardag. Tyrkneski leiðtoginn sagði, að 1,5 milljón manns hafi tekið þátt í mótmælunum gegn Ísrael.

Erdogan segir vesturveldin „helsta sökudólginn“ á bak við „fjöldamorð“ Ísraelshers á Palestínumönnum á Gaza. Erdogan bætti við að Ísrael hagaði sér eins og „stríðsglæpamaður.“

„Auðvitað á hvert land rétt á að verja sig. En hvar er réttlætið í þessu máli?“

Krossferð

Erdogan sakaði einnig vestræn ríki um að „fella krókódílstár“ yfir dauða óbreyttra borgara í Úkraínu en loka augunum fyrir dauða óbreyttra Palestínumanna á Gaza. Hann sakaði einnig bandamenn Ísraels um að skapa „krossfararstemningu“ sem stillir kristnum mönnum gegn múslimum.

„Hlustið á ákall okkar um viðræður. Enginn tapar á réttlátum friði.“

Erdogan var mun varkárari í yfirlýsingum sínum strax eftir fjöldamorð Hamas 7. október, sem kostuðu meira en 1.400 mannslíf og Hamas tók 229 gísla. Erdogan hefur síðan orðið æ háværari eftir því sem Ísraelsmenn hafa gripið til hernaðaraðgerða á Gaza.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa