Íslenskir stjórnarhættir aðlagaðir að einni alheimsstjórn – fullveldið á fallandi fæti

Í nýlegu viðtali við Arnar Þór Jónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins og fv. dómara komu mál Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar til umræðu. Arnar Þór Jónsson sendi í lok nóvember öllum 63 þingmönnum alþingis bréf um tillögubreytingar á alþjóðlegu regluverki WHO og nýjum heimsfaraldurssáttmála. Þar var á greinargóðan hátt gerð skil á þýðingu þeirra á stjórnarhætti Íslands og hættu á yfirtöku fullveldis í heilbrigðismálum. Jafnframt var þar tímamörkum gildistöku gerð skýr grein.

Það hlýtur að teljast ámælisvert, að enginn – sagt og skrifað ENGINN alþingismaður hefur sýnt varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins þá lágmarksvirðingu að svara bréfinu. Arnar er ötull baráttumaður fyrir lýðræði landsmanna og hvetur þá til vitundarvakningar, því lýðveldið okkar frá 1944 er í hættu. Erlendir aðilar ásælast landið og vefja stjórnunarháttum landsmanna með klækjabrögðum í vef sinn, þannig að einn daginn gætu Íslendingar vaknað upp við það að vera ekki ráðendur í eigin húsi.

90% Íslendinga „hafa engan áhuga á því hver stjórnar landinu“

Kom fram í viðtalinu, að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefði gefið út skýrslu s.l. sumar „Djúpköfun í efnahagslega velmegun Íslendinga“ (Country deep dive on the well-being economy, Iceland, sjá pdf að neðan), þar sem birt var graf um mikilvægustu málefni landsins í hugum landsmanna. Samkvæmt grafinu sem byggt er á keyptri Gallup-könnun íslensku ríkisstjórnarinnar hafa um 90% Íslendinga engan áhuga á því hverjir stjórna þeim. Fullyrt er samkvæmt þessari könnun, að það sé einungis mikilvægt fyrir 9,7% landsmanna að hafa áhrif á yfirvöld.

Matið á hver eru mikilvægustu mál Íslendinga í djúpköfunarriti WHO um Ísland s.l sumar.
Viðauki um könnun Gallup á því hvað mikilvægast er fyrir landsmenn í skýrslu forsætisráðuneytisins 2019.

Miðað við tímasetningar skýrslnanna er augljóst að hér er um sameiginlegan starfsferil ríkisstjórnar Íslands og WHO að ræða, þar sem Ísland aðlagar sig að kröfum WHO og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heilbrigðisráðuneytið birti stefnu íslenskrar heilbrigðisþjónustu ár 2019 sem gilda á til ársins 2030 (sjá pdf að neðan). Þar er beint vitnað í kröfur Sameinuðu þjóðanna og hvernig Ísland getur aðlagað markmið yfirvalda og hagrætt stjórnarháttum til að uppfylla þær. Lýðheilsustefnan til árs 2030 var „samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.“

Svör frá 887 einstaklingum notuð sem mælikvarði á alla landsmenn

Einungis 55% svöruðu könnun Gallups. Það eru því svör frá 887 einstaklingum sem liggja til grundvallar fullyrðingu um, að einungis 9,7% landsmanna þyki mikilvægt að hafa áhrif á yfirvöld. Það þýðir að fyrir rúmlega 90% landsmanna skiptir ekki máli hverjir stjórna eða hvernig landinu er stjórnað. Spyrja má, hvernig sú túlkun komi heim og saman við almenna kosningaþátttöku landsmanna sem er meiri en gengur og gerist í öðrum sambærilegum löndum. Miklu frekar er hér verið að búa til niðurstöður sem henta WHO og markmiðum þeirra að taka yfir – til að byrja með – heilbrigðismál Íslands.

Umbreyting íslenska hagkerfisins yfir í miðstýrt grænt efnahagskerfi

Ljóst er að forsætisráðherra Íslands hefur allan tímann verið virk og leiðandi fyrir aðlögun stjórnarhátta á Íslandi fyrir markmiðið að umbreyta hagkerfinu yfir í grænt hagkerfi. Það þýðir að pólitísk markmið yfirvalda taki sífellt meira af ákvörðunum sem frjálsir aðilar markaðarins sáu um áður. Í þessu skyni tók forsætisráðherrann og ríkisstjórnin Ísland með sem aðila í stofnun sem kallar sig „Stjórnir velmegandi hagkerfa“ (Wellbeing Economy Government’s – WEGO) ár 2018. Þar er hispurslaust rætt um, sem einnig kemur skýrt fram í djúpskýrslu WHO um Ísland, stefnumarkmið fyrir efnahagslega umbreytingu þjóðarbúsins. Enska orðið Transformation er notað um þau markmið að endurbreyta hagkerfi landsmanna til að þjóna pólitískt settum markmiðum erlendra aðila sem hafa völdin í WHO og Sameinuðu þjóðunum. Katherin Trebeck frá WEALL sem stóð að stofnun WEGO skrifar :

„Það er ekki hægt að vanmeta hlutverk stjórnvalda við breytingu á því hvernig hagkerfi okkar starfa. Þannig að öll stig stjórnvalda eru eðlilegir samstarfsaðilar velmegunarhagkerfishreyfingarinnar.“

  • Katherine Trebeck WEAll, meðstofnandi WEGO

ESB, WHO og SÞ vinna markvisst að því að taka yfir stjórnina á Íslandi

Margir aðilar innanlands hafa fengið greitt fyrir að dúka upp matarborðið fyrir þá erlendu aðila sem ásælast auðlindir og efnahag Íslands. Fjöldinn allur af skýrslum hafa verið gerðar til að þjóna erlendum markmiðum og ber núverandi ríkisstjórn þunga ábyrgð á því ferli að afnema frjálsa samkeppni á Íslandi og innleiða ríkisbúskaparhætti í staðinn. Ástæður fyrir þögn alþingismanna við umræðu um málin benda sterklega til þess, að þeir eru meðvitaðir um þær breytingar sem ríkisstjórnin er að gera á grundvelli lýðveldisins að Íslendingum forspurðum.

Það er einungis hægt að taka undir með Arnari Þór Jónssyni:

Vaknið Íslendingar áður en það verður um seinan!

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa