Ísrael í fullum rétti að útrýma hryðjuverkasveitum Hamas

Hamas vissi nákvæmlega hvað myndi gerast eftir hryðjuverkaárásina á Ísrael. Þúsundir óbreyttra palestínskra borgara myndu deyja undan sprengjum Ísraela. Þannig búast þeir við að sigra.

Bandaríkjamaðurinn Dennis Ross var sendiherra Bandaríkjanna í Miðausturlöndum í mörg ár, meðal annars undir stjórn Bills Clintons forseta. Ross tók m.a. þátt í þeim samningum sem hefðu fært Palestínumönnum eigið ríki á Vesturbakkanum og Gaza ár 2000. En Yasser Arafat hætti við allt saman.

Vopnahlé væri sigur fyrir Hamas

Dennis Ross skrifar grein um stríðið á milli Ísraels og Hamas 27. október í New York Times, þar sem hann segir, að áður fyrr hefði hann líklega stutt tillögu um vopnahlé við Hamas. En ekki í þetta skiptið. Vegna þess að vopnahlé núna væri í raun sigur fyrir Hamas. Þrátt fyrir sprengjutilræði Ísraela hefðu samtökin komist upp með verstu árásina á Ísrael frá upphafi ríkisins. Foringjar hryðjuverkasamtakanna Hamas yrðu til áfram, göngin sömuleiðis og vopnin. Þeir myndu halda áfram að stjórna Gaza og þeir munu ráðast aftur á Ísrael einhvern tíma í framtíðinni.

Bundið í stjórnarskrá Hamas að drepa gyðinga

Það dugar að lesa „stjórnarskrá“ Hamas frá 1988. Stjórnlögin voru vissulega uppfærð og milduð árið 2017. En 7. október 2023 sýnir okkur, að orð sjöundu málsgreinarinnar eiga enn við. Þau eru eins og lýsing á því sem gerðist m.a. á tónlistarhátíðinni nálægt Gaza, þegar böðlar Hamas komu og gyðingarnir reyndu að fela sig. Þar segir orðrétt eftirfarandi:

„Dómsdagurinn kemur aðeins, þegar múslímar berjast við gyðinga, þegar gyðingarnir fela sig á bak við steina og tré. Steinarnir og trén munu segja: Ó, múslím, þjónn Guðs, það er gyðingur fyrir aftan mig, komdu og dreptu hann!“

Stríðsglæpir Hamas

Ross skrifar einnig að hann hafi rætt við nokkra háttsetta menn í arabalöndum undanfarna daga. Sérhver þeirra sagði, að það yrði að eyða Hamas á Gaza. Ef Hamas kemur út sem sigurvegari, þá mun hatursfull hugmyndafræði þeirra eingöngu eflast. Þessir háttsettu menn munu samt aldrei þora að standa við þessi orð sín opinberlega, þar sem landsmenn þeirra eru hneykslaðir á þjáningum Palestínumanna á Gaza. Þjáningum sem Hamas vissi augljóslega að von var á. Sjálfir fela hryðjuverkamennirnir sig í kerfi undirganga niðurgrafin í jörð.

Hamas hefur byggt herstöðvar undir sjúkrahúsum og hefur vopnabirgðir við hliðina á skólum. Það er stríðsglæpur. Að nota óbreytta borgara sem herskjöld er stríðsglæpur. Hryðjuverkamennirnir eru að fullu meðvitaðir um, að óbreyttir borgarar munu deyja, þegar Ísraelar reyna að slá út þessi skotmörk. Það er enginn möguleiki fyrir Ísraela að hafa hernaðarleg afskipti af hinu afar þéttbýla Gaza án þess að venjulegir borgarar deyi. Almennir borgarar hefðu undir venjulegum kringumstæðum flúið suður til Egyptalands en þau landamæri hafa verið lokuð, þótt smá rifa hafi núna verið opnuð. Hamas hefði getað byggt loftvarnaskýli fyrir íbúa Gaza en völdu að nota steypuna í neðanjarðargöng fyrir sig sjálfa.

Dómur Nürnberg-réttarhaldanna

Foringjar Hamas vita, að þegar tala látinna hækkar meðal Palestínumanna, þá eykst reiðin í umheiminum. Það er rétt, að Ísraelar geta gert meira til að lina þjáningar Palestínumanna. Eina leiðin fyrir Ísraeli til að forðast mannfall óbreyttra borgara á Gaza er að hætta við að reyna að sigrast hernaðarlega á Hamas.

Á meðan öll mannslíf eru jafnhá, þá gildir það sama ekki um það, hvernig fólk týnir lífinu. Því var slegið föstu í Nürnberg réttarhöldunum eftir seinni heimsstyrjöldina.

Otto Ohlendorf, yfirmaður D stormsveita SS sem drap 90.000 gyðinga, hélt því fram að bandamenn væru jafn sekir um stríðsglæpi og hann sjálfur eftir sprengjuárásirnar á til dæmis þýska Dresden, þar sem talið var að um 25.000 almennir borgarar hafi týnt lífinu.

Var einhver munur á látnum þýskum börnum í Dresden og börnunum sem SS-hermennirnir skutu til bana? Nei, sagði Ohlendorf. En dómararnir svöruðu öðruvísi. Hinir látnu í þéttbýli voru ekki einstaklingsbundin fórnarlömb, heldur eftirsjálegur en óumflýjanlegur hluti stríðsins. Sprengja fellur við hliðina á járnbrautarstöð sem er löglegt hernaðarmarkmið. En hús verður fyrir sprengju og óbreyttir borgarar deyja. Það er ekki það sama og þegar vopnaður hópur nálgast sömu járnbrautarstöð, velur út óbreytta borgara og skýtur þá til bana.

Þann 7. október starfaði Hamas á sama hátt og stormsveitir SS.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa