Jimmie Åkesson nýtur meira trausts en forsætisráðherra Svíþjóðar

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðademókrata t.v., Magdalena Andersson formaður sósíaldemókrata í miðju og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar of formaður Móderata t.h.

Skoðanakannanir sýna, að Svíþjóðardemókratar eru stærri en hinir þrír borgaralegu ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt. Nýleg könnun sýnir einnig, að fleiri Svíar bera traust til formanns Svííþjóðardemókrata að leiða landið en sitjandi forsætisráðherra Ulf Kristersson, formanns Móderata.

Í könnun sem Demoskop gerði fyrir Aftonbladet fellur traust Svía á leiðtoga sósíaldemókrata, Magdalena Andersson, um 10% en traust á leiðtoga Svíþjóðardemókrata, Jimmie Åkesson, eykst næstum jafn mikið. Það þýðir að Åkesson nýtur meira trausts til að stýra sænsku þjóðarskútunni en sitjandi forsætisráðherra Ulf Kristersson.

Svíþjóðardemókratar stærri en ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt

Tölurnar má einnig skoða í ljósi annarra kannana sem sýna, að Svíþjóðardemókratar eru núna stærri en ríkisstjórnarflokkarnir þrír samanlagt. Sífellt fleiri eru farnir að draga í efa núverandi stjórnarfyrirkomulag með Svíþjóðardemókratana sem stuðningsflokks án sætis í ríkisstjórninni.

Ef aukið traust á Åkesson og minnkandi traust fyrir Andersson heldur áfram í sama mæli og hingað til, þá mun það leiða fljótlega til þess, að Jimmie Åkesson verði vinsælasti flokksleiðtogi landsins. Jafnvel konurnar eru farnar að bera traust till Jimmie í þeim mæli, að hann kom númer tvö á eftir Anderson sem sá flokksleiðtogi sem þær vildu helst bjóða heim í jólamat.

Hneyksli hjá sósíaldemókrötum

Traustið á jafnaðarmannaflokknum almennt og Magdalenu Andersson sem leiðtoga hefur farið minnkandi að undanförnu hjá sænskum kjósendum. Fólk í æðstu stöðum flokksins hefur verið afhjúpað í hneykslismáli með samstöðu við hryðjuverkamenn og flokksforystan hefur átt í erfiðleikum með að taka skýra afstöðu í alþjóðlegum átökum. Svíþjóðardemókratar hafa hins vegar fengið vind í seglin vegna þessara atburða. Svíþjóðardemókrata stjórna einnig afstöðu ríkisstjórnarinnar í málefnum fólksinnflutningsins og glæpahópanna eins og sáttmáli flokkanna sem kallaður er Tidösamkomulagið ber vitni um.

Umhverfisflokkurinn og Miðflokkurinn berjast við að vera þingtækir

Líkt og í fyrri könnunum er Umhverfisflokkurinn á botninum. Jafnvel loftslagsmeðvitaðir Svíar eiga erfitt með að taka hamfaraspár Græningjaflokksins alvarlega og treysta frekar loftslagsstefnu annarra flokka. Breytingar á stjórn miðflokksins hefur leitt til þess, að gamli bændaflokkurinn hefur einangrast enn frekar frá sænsku landsbyggðinni. Nýkjörinn formaður Miðflokksins, Muharrem Demirok, hefur ekki tekist að ná trausti kjósenda og lendir á botninum ásamt grænum málpípum Umhverfisflokksins.

Kommúnistar njóta meira trausts en Frjálslyndi flokkurinn

Johan Pehrson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur líka ástæðu til að bæta stöðuna. 10% færri styðja hann en bera traust til leiðtoga Vinstriflokksins, Nooshi Dadgostar. Ebba Busch leiðtogi Kristdemókrata lendir í fjórða sæti vinsældalista flokksleiðtoganna á eftir Magdalenu, Jimmie og Ulf.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa