Kamala Harris þarf að fullvissa spyrjandann um að Joe Biden sé lifandi

Bill Whitaker, stjórnandi þáttarins „60 mínútur,“ tók viðtal við Kamala Harris og spurði hana um margvísleg efni frá stríðinu Ísrael og Gaza til innanlandsmála. Það varð svolítið pínlegt. Hann spurði um háan aldur Joe Biden og áhyggjur af því, að hann komist einfaldlega ekki í gegnum forsetakosningarnar 2024. Joe Biden tókst að tilkynna um framboð sitt til endurkjörs fyrr í ár, þótt hann geti varla sagt heila setningu. Hann heldur líka áfram að detta niður, sjá myndir hér að neðan.

Biden verður 81 árs eftir nokkrar vikur og hann er í slæmu formi. Bill Whitaker sagði að teymi hans hefði rætt við nokkra af stuðningsmönnum demókrata sem höfðu áhyggjur af því að Biden væri að deyja eða orðinn óvinnufær vegna heilsubrests. Þá verður það „frjálst fyrir alla“ að bjóða sig fram í forsetaembættið. Whitaker sagði, að styrktaraðilarnir myndu ekki sjálfkrafa styðja Harris sem næsta forsetaefni demókrata:

„Við töluðum við nokkra af styrktaraðillum demókrata og þeir sögðu okkur, að ef eitthvað kemur fyrir Biden forseta svo hann geti ekki boðið sig fram, þá er það opið fyrir alla að bjóða sig fram til forseta. Þú ert í þeirri stöðu, að það væri eðlilegt fyrir þig að að gefa kost á þér. Það sem við heyrum frá styrktaraðilunum er, að þeir myndu ekki endilega vilja það. Af hverju?“

Kamala Harris svaraði:

„Allt í lagi, en fyrir það fyrsta þá ætla ég ekki að taka þátt í þessari tilgátu, vegna þess að Joe Biden er á lífi og býður sig fram til endurkjörs.“

Kannski er hér komið slagorðið fyrir kosningabaráttu Joe Biden árið 2024: Biden er á lífi!

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa