Nýr skynsemis- og friðarflokkur þegar fjórði stærsti flokkur Þýskalands

Sahra Wagenknecht með gulan hjálm á myndinni hefur nýlega stofnað flokkinn „Bandalag Söru Wagenknecht“ BSW. Flokkurinn hefur fengið 14% fylgi þegar við fyrstu fylgiskannanir.

Bild segir frá nýrri könnun sem sýnir að 14% af Þjóðverjum eru reiðubúnir að kjósa nýja flokkinn „BSW – fyrir skynsemi og réttlæti.“

Síðasta mánudag stofnaði vinstri konan Sarah Wagenknecht nýjan flokk í Þýskalandi. Hún vill meðal annars koma skynseminni aftur að í stjórnmálunum og leysa stríð með samningum en ekki með vopnum.

Þessi boðskapur virðist vera að slá í gegn hjá þýsku þjóðinni. Í fyrstu könnuninni um fylgi flokksins sögðust 14% myndu kjósa flokkinn.

Í könnuninni fær kristilegi flokkurinn CDU 29% Valkostur fyrir Þýskaland AFD 17% og sósíaldemókratar SPD 15%.

BSW er því næstum jafn stór og sósíaldemókratískur flokkur Olaf Scholz kanslara.

Bild segir að Valkostur fyrir Þýskaland tapi mestu fylgi til nýja flokksins. Fylgi Valkosts fyrir Þýskaland fer úr 21% niður í 17% með Sarah Wagenknecht sem keppinaut.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa