Kaupmannahöfn getur bannað nautakjöt í dagheimilum og skólum

Borgarstjórn Kaupmannahafnar mun nú taka afstöðu til tillögu sem lögð var fram í borgarnefnd um að útrýma öllu rauðu kjöti í skólum og dagheimilum borgarinnar. Allir flokkar, nema frjálslyndi flokkurinn Venstre, segjast styðja tillöguna með vísan til loftslagsins.

Að sögn danska ríkissjónvarpsins DR vill meirihluti barna- og unglinganefndar borgarinnar taka nautakjöt, kálfa- og lambakjöt af barnamatseðlum. Rasmus Steenberger, fulltrúi í barna- og unglinganefnd sósíaldemókratíska, sósíalíska þjóðarflokksins segir:

„Loftslagskreppan krefst þess, að við breytum öllum venjum okkar og þegar við erum að fást við opinbera þjónustu, þá verðum við að vera mjög varkár með loftslagsfótspor okkar.“

Eini aðilinn í nefndinni sem er á móti framkominni tillögu er Venstre sem telur, að stjórnmálamenn eigi ekki að hafa afskipti af því hvaða matur er borinn fram. Heidi Wang hjá Venstre segir:

„Við getum upplýst um loftslagsáhrif og hollar matarvenjur en skólar og dagheimili ættu að fá að stjórna matseðlinum sjálfir.“

Svínakjöt, kjúklingur og fiskur verða áfram á matseðlinum samkvæmt tillögunni. Verði tillagan samþykkt í borgarstjórn, munu rautt kjöt ekki vera á opinberum borðum frá og með ágúst á næsta ári.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa