Er Útvarp Saga á barmi gjaldþrots?

Þegar ársskýrslur Útvarps Sögu undanfarin 3 ár eru skoðaðar kemur í ljós að félagið er í dúndrandi taprekstri. Tap félagsins fyrir 2022 er 20.729.660 kr og fyrir ár 2021 var tapið 16.244.311 kr eða samtals krónur 36.973.971 kr. Starfsmannakostnaður hefur meira en fimmfaldast á 3 árum og orðinn að öðrum stærsta útgjaldaliði félagsins. Í skýrslu stjórnar segir, að Arnþrúður Karlsdóttir sé eini hluthafi félagsins með 100% eign á hlutabréfum að andvirði 500.000 kr. Einnig segir að Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi sé – 51,2%.

Það er því eðlilegt miðað við fjárhagsstöðuna, að Útvarp Saga hafi tjáð Morgunblaðinu fyrir tæpu ári, að félagið ætlaði að selja 20% í stöðinni til að spyrna við taprekstri og hóf félagið að auglýsa útboð hlutafjár í lok árs 2022. Enn er of snemmt að segja um hvernig sú sala hefur gengið en undirritaður keypti bréf fyrir sömu skráðu upphæð og 100% núverandi hlutabréfa í lok 2022. Skemmst er frá því að segja að engin kvittun hefur enn borist, hvað þá neitt hlutabréf, sem verður að telja ámælisvert og varla í anda laga um einkahlutafélög. Upphaflega tilkynnti stjórnin, að sala hlutabréfa færi fram í tengslum við stórt endurskoðendafyrirtæki og meiningin var að kaupendur hlutabréfa gætu gengið frá kaupum á heimasíðu Útvarps Sögu. Sama sagan þar, engar efndir. Það verður því fróðlegt að fylgjast með næstu ársskýrslu félagsins sem væntanleg er á næsta ári ef félaginu tekst að lifa svo lengi.

42 milljóna gjaldþrot Útvarps Sögu 2014

Útvarp Saga hefur áður verið til gjaldþrotaskipta samanber frétt Morgunblaðsins. Segir í fréttinni að ekkert hafi fengist greitt upp í 42,5 milljóna kröfur í þrotabú félagsins. Haldi tapreksturinn áfram með sama taprekstri og efnahagsskýrslur félagsins sýna og félaginu tekst ekki að fá hlutafjáraukningu til að mæta tapinu, þá má búast við endurteknu gjaldþroti félagsins á næstu misserum. Miðað við það verða keypt hlutabréf ónýt. Enginn veit hvert markaðsverð hlutabréfa Útvarps Sögu eru, þar sem enn hafa ekki borist upplýsingar um sölu og verð bréfanna.

Saga Survivors Club

Undirritaður sem verið hefur viðloðandi stöðina í um 15 ár og síðustu ár með titilinn „fréttamaður í Svíþjóð“ gerði smá úttekt á innlendum fréttum um sögu félagsins Útvarp Saga. Kom þá í ljós fjöldinn allur af einstaklingum sem hafa á einn eða annan hátt verið hraktir frá stöðinni eða hreinlega bolað út. Sum þeirra mála hafa endað í dómstólum og ekki alltaf í hag eigenda stöðvarinnar. Undirritaður heyrði væl útvarpsstjórans nýlega sem hikar greinilega ekki við að nota rásina til að básúna út lygum um þá sem henni er illa við. Lýsti hún því yfir að hún væri kona og eigandi Útvarp Sögu. Það voru þá nýjar fréttir. Hún lýsti undirrituðum sem „vælandi karlmanni á facebooksíðum sem þyldi ekki að kvenmaður væri yfirmaður sinn“ og lýsti því yfir að „viðkomandi leyfði sér ýmislegt gagnvart konum sem ekki viðgengist gagnvart körlum.“ Er um endurtekningu á sama handriti og hún flutti árið 2004 þegar Jón Magnússon lögfræðingur kom henni til hjálpar og bjargaði stöðinni í höndum hennar. Í frétt Morgunblaðsins þá sagði:

„Arnþrúður seg­ir að svo virðist sem hinir hlut­haf­arn­ir tveir hafi ekki getað starfað með sig sem yf­ir­mann. „Ég sé ekki fram á að þeir myndu koma svona fram við karl­mann.“

Síðar var sama handrit enn flutt, þegar Jóni Magnússyni, þeim ágætis lögmanni, sem hafði hjálpað stöðinni í lengri tíma var bolað burtu. Eftir þessi mörgu nöfn sem segja sömu sögu, þá er undirrituðum ljóst að hann er nýjasti meðlimur í klúbbi eftirlifanda í Saga Survivors Club. Aðrir klúbbmeðlimir, sumir landsþekktir eins og t.d. Ólafur Ísleifsson og Ólafur Arnarsson voru með þátt á Sögu og var úthýst allt í einu. Höskuldur Höskuldsson var með þátt á Sögu og var allt í einu úthýst og síðan ausið yfir hann dylgjum og rógburði samtímis og eiginkona hans var með banvænt krabbamein. Sigurður G. og Guðmundur Ólafsson prófessor voru með þátt á Sögu og var úthýst allt í einu. Gústaf Níelsson og Hildur Helga Sigurðardóttir voru látin hætta allt í einu og þurftu að sækja launin sín í málaferlum, sem þau unnu og það sama gerði Sigurður G. Edith Alvarsdóttir þurfti að hætta allt í einu enda var hún eins og svo margir aðrir farin að skyggja á prímadonnuna.

Þeim var ég verst er ég unni mest

Útvarpsstjórinn virðist sjálfri sér verst. Bandar þeim frá sem best reyna að aðstoða og hjálpa stöðinni. Sú brók er orðin lengri en Hallgerðar og ekki hægt að trúa lengur að allir auglýsendur séu vondir og öll vandamál stöðvarinnar séu vondu fólki að kenna. Eiginlega er hugmynd stöðvarinnar að lífnæra sig á þeim sem vorkenna stjórninni og borga henni peninga: „Vorkennið mér og borgið fyrir það!“ eru hin eiginlegu kjörorð stöðvarinnar. Með skorti á tillitssemi gæti einhver haldið því fram, að viðskiptahugmynd stöðvarinnar væri að selja út neyð annarra. Alla vega er stöðin ekki sú trygging fyrir málfrelsi sem heyrist í kjörorðinu: „Tölum á meðan aðrir þegja.“ Ekki mátti skrifa greinar um Covid um mánaðarmótin, vegna þess „hversu margir af stuðningsmönnum stöðvarinnar eru bólusettir og fá útborgað þá.“ Fleiri dæmi finnast og bíða síðari tíma.

Hér að neðan má sjá brot úr efnahagsreikningum félagsins 2021 og 2022:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa