Kissinger: Fjöldainnflutningur til Evrópu eru „alvarleg mistök“

Henry Kissinger. Mynd: David Shankbone (CC 3.0)

Æðsti þýsk-bandaríski gyðingadiplómatinn Henry Kissinger segir í viðtali í þýsku sjónvarpi að það hafi verið „alvarleg mistök“ af hálfu Evrópu (ESB) að hleypa inn jafn mörgum innflytjendum frá ólíkum menningarheimum og gert hefur verið.

Politico greinir frá. Fögnuður á götum Berlínar vegna árásar Hamas á Ísrael fær fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og toppdiplómatann Henry Kissinger til að gagnrýna fjöldainnflutning Evrópusambandsins.

Alvarleg mistök

Kissinger segir í viðtali við Axel Springer, forstjóra Mathias Döpfner hjá WELT-TV, að löndin í Evrópu hefðu ekki átt að leyfa allan þennan fjöldainnflutning:

„Það voru alvarleg mistök að hleypa inn svona mörgum með allt aðra menningu og trúarbrögð og hugsun, slíkt skapar þrýstihópa í öllum þeim löndum sem gera það.“

Í fyrirsögn Welt segir: „Alvarleg mistök að hleypa inn svona mörgum frá gjörólíkum menningarheimum.“ Kissinger kallar eftir „óheftum stuðningi Þýskalands við Ísrael, einnig hernaðarlegum ef svo ber undir“ skrifar Welt. Það var sársaukafullt fyrir Kissinger að horfa á fagnaðarlætin vegna Hamas-árásarinnar.

Það sama getur gerst í Evrópu

Henry Kissinger segir, að það sama geti gerst í Evrópu:

„Ég myndi segja, að sérhver evrópsk þjóð hafi sömu hagsmuna að gæta, því sams konar viðhorf getur brotist út gegn Evrópu.“

Henry Kissinger er hundrað ára gamall. Hann flúði Þýskaland undan hæl Hitlers árið 1938 til New York.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa