„Algjör þvæla“ að Rússar hafi verið innblandaðir í árás Hamas á Ísrael

Fullyrðingin að Rússland sé á einhvern hátt innblandað í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael er „algjör þvæla“ að sögn sendiherra Ísraels í Moskvu, Alexander Ben Zvi. Sænski miðilinn Swebbtv greinir frá.

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað sakað Rússa um að eiga aðild að árásum Hamas á Ísrael. Rússar vilja koma heiminum úr jafnvægi, að sögn Zelenskí. Rússnesk stjórnvöld hafa vísað ásökunum á bug sem algjörlega tilhæfulausum. Ísrael gerir það líka.

Alexander Ben Zvi, sendiherra Ísraels í Moskvu segir í samtali við dagblaðið Kommersant:

„Þetta er algjör þvæla. Við trúum því ekki, að Rússar hafi verið viðriðnir á nokkurn hátt.“

Að sögn Ben Zvi eru ásakanirnar á hendur Rússum „samsæri.“ Bandaríkin munu ekki þurfa að stýra miklu afli til aðstoðar Ísraels, bendir Alexander Ben Zvi á samkvæmt frétt Swebbtv.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa