Leynigögn: Nató undirbýr stríð gegn Rússlandi

Hætta er á, að stríðið í Úkraínu fari vaxandi upp í opið stríð milli Nató og Rússlands. Það skrifar þýska herinn í leyniskjölum sem þýskir fjölmiðlar hafa séð.

Að sögn dagblaðsins Bild, þá hefur þýski herinn greint framtíðarsviðsmynd sem kallast „Bandalagsvarnir 2025.“ Nær hún frá febrúar 2024 til sumarsins 2025, þegar opið stríð gæti brotist út á milli Rússlands og Nató. Fyrirsögn blaðsins er að Þýskaland sé að undirbúa sig fyrir stríð gegn Rússlandi. Þetta kemur fram í leyniskjölum þýska hersins. Í þessari atburðarás eins og þýski herinn lýsir, mun stigmögnunin hefjast eftir aðeins nokkrar vikur. Skömmu síðar er áætlað að þurfa að senda tugþúsundir þýskra hermanna stríðsaðgerða.

Frá herkvaðningu til stríðs

Atburðarásin hefst með því, að Rússar kveðja til viðbótar 200.000 menn í herinn næstu mánuði vorið 2024. Eftir það hefst vorsókn Rússa í Úkraínu, þegar dregið hefur úr hernaðarstuðningi Vesturlanda til Úkraínu. Í júní mun sóknin hafa leitt til mikils árangurs Rússa á vígvellinum.

Næsta mánuð, í júlí, hefst næsti áfangi með víðtækum rússneskum stafrænum árásum og annars konar blendingshernaði. Einkum gegn Eystrasaltsríkjunum þremur Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Fullyrt er, að Rússar muni kynda undir hatursglæpi gegn rússneskum minnihlutahópum í löndunum þremur til að skapa auknar mótsetningar og innanlandsóróa. Í september munu Rússar hefja umfangsmikla heræfingu, Zapad 2024, sem verður notuð sem afsökun fyrir stórfelldri hersöfnun í Hvíta-Rússlandi.

Markmiðið að hertaka Suwalki ganginn

Samkvæmt þýsku skjölunum er „hið leynilega markmið“ Rússa að hertaka landsvæðið sem skilur Hvíta-Rússland frá Kalíníngrad, hinum s.k. Suwalki-gangi. Vegna sífellt harðari refsiaðgerða ESB hefur landsvæði Rússlands við Eystrarsalt með hafnarborginni Kalingrad orðið sífellt einangraðra og eina flutningaleiðin á milli Hvíta Rússlands til Kalíngrad fer um svæði annað hvort Póllands eða Lettlands, hin s.k. Suwalki – gangurinn.

Fullyrt er, að í nóvember megi búist við því, að Joe Biden verði endurkjörinn sem forseti Bandaríkjanna. Óttast er, að Pútín noti „leiðtogalausa“ stöðu sem myndast í Washington vegna forsetakosninganna til að magna ástandið og senda fleiri hermenn til Hvíta-Rússlands. Í maí 2025 er gert ráð fyrir að Nató bregðist við uppbyggingu rússneska herliðsins með því að senda eigin hermenn til Eystrasaltsríkjanna og norðausturhluta Póllands. Eftir það gæti opið stríð milli Rússlands og Nató brotist út. Bild skrifar, að samkvæmt leynigögnunum sé þeirri spurningu haldið opinni, hvort hernaðarbandalaginu takist að afstýra stríði eða ekki.

Hér að neðan má sjá þátt sem sýnir m.a. Jens Stoltenberg segja að vopn séu eina leiðin til „friðar“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa