António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varar við því að „loftslagskreppan“ sé nærri en áður var talið. Til að leysa vandann vill hann banna olíuiðnaðarfyrirtækjum að birta auglýsingar. Í vor birtu Sameinuðu þjóðirnar skýrslu, (sjá pdf að neðan) þar sem fullyrt er að mörg loftslagsmet hafi verið slegin á síðasta ári og að árið 2023 sé heitasta árið sem hefur mælst. Guterres lýsti því yfir að
„Mannkynið er eins og loftsteinninn sem drap risaeðlurnar.“
Guðfeður loftslagsóreiðunnar
Guterres ásakar jarðarbúa um að eyða lífi jarðar eins og halastjarna, af því að Sameinuðu þjóðunum gengur illa að sefa reiði græna guðsins. Portúgalski sósíalistinn António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ræðst á fyrirtækin í kola-, olíu- og gasiðnaði, sem hann kallar „guðfeður loftslagsóreiðunnar.“ Að sögn yfirmanns SÞ hafa fyrirtækin í þessum atvinnugreinum verið að brengla raunveruleikann fyrir almenningi í áratugi.
Enn fremur segir Guterres að ríki verði að binda enda á jarðefnaeldsneytisiðnaðinn. Það á meðal annars að gera með því að banna fyrirtækjunum að markaðssetja vörur sínar. Guterres sagði:
„Ég skora á öll lönd að banna auglýsingar frá jarðefnaeldsneytisiðnaðinum og ég skora á fréttamiðla að hætta öllu auglýsingasamstarfi við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn.“
Markaðsfærsla hræðslunnar
Guterres hefur verið iðinn við að hræða líftóruna úr börnum jarðarbúa með áróðri um vegferðina til heljar og að jarðarbúar séu allir að fara að „stikna.“ Þessi ömurlegi áróður er ekkert annað en fáheyrð markaðsfærsla fyrir rafbíla og vindmyllur kínverska kommúnismans sem að sjálfsögðu vilja banna vörur keppinautanna og innleiða ritskoðun á þá. Hver stórbílaframleiðandinn á eftir öðrum á Vesturlöndum yfirgefur rafbílaframleiðslu vegna kostnaðar, lélegrar eftirspurnar og stórgallaðrar framleiðslu. Sölumenn kínverska kommúnismans eru að bíta sig sjálfan í hnakkadrambið.