Moska Stokkhólmsborgar (mynd © Holger Ellgaard CC 3.0).
Samtímis og stríðið á milli Ísraels og Hamas vekur mikla athygli og einnig sú sprenging sem hefur orðið á gyðingahatri m.a. vegna alls farandfólks frá Miðausturlöndum til Vesturlanda, þá er þeim mun minna veður gert af því moskuverkefni sem núna er í gangi í Svíþjóð. Markmiðið er að byggð verði ný moska í hverjum mánuði í Svíþjóð.
Blaðamaðurinn Sofie Löwenmark, sem venjulega skrifar um íslam á vefsíðunni Doku skrifar í pistli í Expressen:
„Þrátt fyrir að verkefni með moskum salafista, sem er öfgafull túlkun íslamstrúarinnar, geti haft mikla þýðingu fyrir þróun Svíþjóðar, þá er það alls ekki neitt sem er til umræðu.”
Moskuverkefnið „Okkur líður vel” hófst í byrjun árs með það að markmiði að byggja eina nýja mosku í Svíþjóð í hverjum mánuði. Langtímamarkmiðið er að sérhver sænsk borg hafi að minnsta kosti eina mosku. Hingað til hafa meira en 100 milljónir sænskra króna safnast og tólf byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar.
Áður var kjörorðið „Byggjum nýja mosku fyrir hvern brenndan Kóran“ notað og núna er stríð Ísraels og Hamas notað til að réttlæta og ýta á eftir söfnun peninga. Sofie Löwenmark skrifar:
„Dæmi eru um hvernig trúarleiðtogar íslam segja eitt við sænska fjölmiðla samtímis sem þeir spúa út gyðingahatri og lýsa yfir eindregnum stuðningi við hryðjuverkahópa á samfélagsmiðlum.”
“Það sem skiptir máli fyrir samfélagið í heild er auðvitað spurningin um hver eigi að reka moskurnar. Hvað munu börnin læra í kóranskólunum, hver er sýn moskustjórnenda á konum, hvað verður prédikað í byggingunni og líta þeir sem gefa tóninn í moskunum á sænskt og vestrænt samfélag?”
„Að andlýðræðislegur hópur sé að leiða byggingaverkefni moska um alla Svíþjóð er mjög alvarlegt mál. Því hvað þýðir það fyrir veraldlegt og jafnréttissinnað land á Vesturlöndum, að salafísk öfl fái sífellt sterkari nærveru og áhrif? Það sem er í gangi er stórkostlegt verkefni sem gæti vel orðið ómögulegt að snúa til baka. Það gerist á tímum sem einkennast í auknum mæli af miklum átökum, þar sem trúarbrögðin eru helsti aflgjafinn.”