Giorgia Melloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið blekkt af þekktum rússneskum símahrekkjalómum sem hringdu í hana og þóttust vera afríkanskir diplómatar. Samkvæmt The Telegraph segir hún meðal annars í samtalinu við þá, að leiðtogar Evrópu væru orðnir þreyttir á stríðinu í Úkraínu. „Við þurfum að finna leiðina út en það er erfitt.“
Rússnesku hrekkjalómarnir Vovan og Lexus hefur enn einu sinni tekist að blekkja einn af æðstu ráðamönnum í vestrænu stórveldi. Í þetta sinn hringdu þeir í Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og þóttust vera afrískir stjórnarerindrekar.
Í símtalinu segir Meloni meðal annars. að allir skilji það bráðlega, að þörf sé á „leið út“ úr Úkraínustríðinu, annars gæti það haldið áfram í mörg ár. Meloni sagði:
„Ég sé, að það er mikil þreyta í spilunum, ef ég á að segja sannleikann. Frá öllum hliðum. Við erum nálægt því augnabliki, þegar allir skilja að við þurfum að finna leið út úr ástandinu.“
„Vandamálið er að finna leið út sem væri ásættanleg fyrir báða aðila, án þess að brjóta í bága gegn alþjóðalögum. Ég hef ýmsar hugmyndir um, hvernig eigi að takast á við þessar aðstæður en bíð eftir rétta augnablikinu til þess að leggja hugmyndir mínar á borðið.“
Meloni sagði jafnframt, að gagnsókn Úkraínu hafi ekki gengið sem skyldi og að hún hafi „engu breytt um örlög átakanna.“ Ítalska forsætisráðuneytið hefur staðfest við The Telegraph, að upptakan sé ósvikin og fór fram 18. september. Blaðið segir:
„Forsætisráðherrann harmar að hafa verið blekkt.“
Hlustaðu á samtalið í heild sinni hér að neðan: