Mikil áföll fyrir vindorku á hafi úti

20 milljarðar danskar krónur eru um 401 milljarðar íslenskra króna. Svo mikið tapaði danski orkurisinn Ørsted á fyrstu níu mánuðum ársins. Félagið sem að er að miklum hluta í eigu danska ríkisins er aðeins eitt af öllum þeim áföllum sem vindorkuverkefni á hafinu verða fyrir um þessar mundir.

Þegar tilkynnt var um tapið, þá lækkuðu hlutabréf Ørsted um 20%. Tapið er sögulega mikið miðað við að á sama tímabili árið 2022 varð 15,3 milljarða hagnaður. Veltan á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs dróst einnig verulega saman – mínus 33% miðað við síðasta ár.

Hrun vindorkubransans í Bandaríkjunum

Í tengslum við tapið var einnig tilkynnt að fyrirtækið stöðvar verkefnin Ocean Wind 1 og Ocean Wind 2 í Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum mánuðum varaði Ørsted við því að verðmæti nokkurra bandarískra vindorkuframkvæmda, þar á meðal Ocean Wind 1, yrði færð niður um að minnsta kosti fimm milljarða króna. Heildarverðmæti niðurfærslunnar yrði hins vegar mun meira: 28,4 milljarðar. Jafnframt vara þeir við áframhaldandi áhrifum það sem eftir er ársins. Alls hafa hlutabréf Ørsted lækkað um 80% miðað við hámarkið í byrjun árs 2021.

Ørsted er ekki eitt orkufyrirtækja um að eiga í vandræðum á Bandaríkjamarkaði í vindorkuverkefnum á hafi úti. Orkurisarnir BP og Equinor hafa einnig neyðst til afskrifta upp á hundruð milljóna dollara.

Áföllin vekja upp spurningar um framtíð þeirra fjölmörgu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru. Stjórn Joe Biden forseta hefur sett sér það markmið að Bandaríkin verði með 30.000 megavött af vindorku á hafi úti árið 2030 samanborið við 41 megawött í dag. Að sögn Aktuell Energi eru flest ný verkefni orðin mun dýrari en áætlað var og sumir framkvæmdaraðilar hafa kosið að kaupa sig lausa frá samningum frekar en að halda verkefnunum áfram.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa