Milljónir Breta verða velja á milli matar eða hita um þessi jól

Milljónir manna munu þurfa að taka átakanlegar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir þessi jól, til dæmis að velja á milli þess að kaupa mat eða gjafir og hafa ekki efni á að halda hita á heimilinu yfir hátíðirnar, að sögn breska The Guardian.

Um 6,5 milljónir manna í Bretlandi munu eiga í erfiðleikum með að hita heimili sín nægilega um jólin. 2,7 milljónir þeirra þurfa að velja á milli þess að kaupa mat eða gjafir, sem undirstrikar þau gríðarlegu áhrif sem hækkandi framfærslukostnaður hefur á fjárhag heimilanna.

Orkukostnaðurinn heimilunum ofviða

Meira en 14 milljónir neytenda ætla að draga úr fjölda jólagjafa og 6 milljónir hafa ákveðið að kaupa aðeins gjafir fyrir börn í ár. David Cheadle, starfandi framkvæmdastjóri góðgerðarstofnunarinnar „Money Advice Trust“ sem rekur Landskuldalínuna segir:

„Um þessi jól mun framfærslukostnaðarkreppan gera meira vart við sig en nokkru sinni fyrr. Milljónir manna eiga í erfiðleikum með að hita heimili sín og margir hafa peningaáhyggjur.“

Taka af sparifénu til að kaupa jólagjafir

Könnun meðal 2.000 fullorðinna í Bretlandi leiddi einnig í ljós, að margir neytendur eru líklegir til að nota krítarkort og aðrar endurgreiðslur eins og kaupa núna, borga síðar sem Klarna og Clearpay bjóða upp á. Meira en 24 milljónir fullorðinna í Bretlandi – 40% íbúa Bretlands – ætla að nota sparnað til að kaupa jólagjafir í ár. Þar af ætla 12 milljónir að nota krítarkort en 4,7 milljónir munu kaupa núna og borga síðar til að teygja endurgreiðslu í nokkra mánuði. Cheadle sagði:

„Við höldum áfram að hafa miklar áhyggjur af langtímaáhrifum sem vaxandi vanskil munu hafa á fjárhag heimilanna til ársins 2024 og lengra. Eftir að hafa misst af tækifæri til að aðstoða skuldsett fólk í haust, þá höldum við áfram að þrýsta á stjórnvöld um að innleiða „aðstoð við endurgreiðslur“ vegna vanskila á orku. Einnig að framlengja styrktarsjóð heimilanna sem veitir mikilvægan staðbundinn stuðning.“

Tifandi tímasprengja

National Debline sagði ástandið líkjast tifandi tímasprengja, þar sem margir þeirra sem eru í skuldum halda því leyndu. Tæplega fjórðungur þeirra sem skulda segist skammast sín fyrir stöðu sína. Einn af hverjum sex skuldugum segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum sínum en 10% óttast að segja jafnvel maka sínum eða ástvini frá fjármálavandanum. „Þetta ætti ekki að vera svona,“ sagði Cheadle. „Enginn á að þurfa að ganga í gegnum skuldavandann á eigin spýtur.“

Verðbólgan lækkaði í 4,6% í október, samanborið við 10,5% í desember í fyrra og lýsti Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, yfir sigri að hafa náð markmiði ríkisstjórnarinnar um helming verðbólgunnar fyrir lok þessa árs. Hins vegar hafa hækkanir á útgjöldum heimilanna tvö ár í röð leitt til þess að mörg þeirra eru í fjárhagskröggum.

Jólatilboð á hitateppum

Fyrirtækið Silentnight hefur lækkað verð á hitateppum úr 35 pundum í 28 pund fyrir jólin og bendir fólki á að með hitateppunum megi lækka hitunarkostnaðinn verulega. Fólk vefur teppinu um sig á kvöldin og straumurinn slæst út þegar fólk sofnar. Þannig má spara upphitunarkostnað heimilisins. Verðinu má koma niður í 7 pund með því að gerast meðlimur Topcashback sem býður nýjum viðskiptavinum £20 í reiðufé auk 5% aukalega á upphitaða teppinu. Teppið, sem er næst mest selda varan á Argos, hefur fengið frábæra dóma frá kaupendum í kaldara veðri. Einn notandinn segir:

„Ég keypti þetta rafmagnsteppi fyrir um mánuði síðan. Þetta teppi hefur haldið á mér hita í gegnum þessar köldu nætur. Þar að auki hef ég engan bakverk á morgnana.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa