Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur hafið formlega rannsókn á ákæru á hendur Joe Biden forseta. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, segir í yfirlýsingu, að sönnunargögnin sem hafa komið fram séu svo skýr, að „ómögulegt sé að hunsa þau.“
Aðfararnótt fimmtudags greiddi fulltrúadeild Bandaríkjaþings atkvæði og samþykkti að hefja opinbera rannsókn á hendur Joe Biden forseta landsins með 221 atkvæði gegn 212. Mike Johnson skrifar á X:
„Við höfum séð vitnaskýrslur og bankaskýrslur sem sýna að milljónir dollara streymdu til Biden fjölskyldunnar frá erlendum andstæðingum. Vitni hafa greint frá mörgum samskiptum forsetans við erlenda skjólstæðinga fjölskyldu hans. Forsetinn og Hvíta húsið hafa ítrekað villt um fyrir almenningi, breytt framburði sínum og tafið fyrir rannsókn okkar.“