Mótmæli bænda í Belgíu harðna

Bændamótmælin fara eins og eldur í sinu um Evrópu og nú hafa mótmælin breiðst út til Belgíu. Bændurnir eru ósáttir við umhverfisstefnu ESB og hækkað eldsneytisverð og ætla meðal annars að loka vegum að stórri gámahöfn í Zeebrugge.

Bændamótmælin í Frakklandi skiluðu árangri og frönsk stjórnvöld hafa neyðst til að falla frá nokkrum kröfum. Mótmælin hafa borist til Belgíu og samkvæmt Reuters munu mótmælin þar standa yfir næstu daga. Meðal annars verða dráttarvélar notaðar til að loka stórri gámahöfn á Zeebrygge í einn og hálfan dag. Höfnin var valin staðsetning þar sem bændur telja að hún fái fjárstuðning á kostnað bænda.

Mótmæla fáránlegum kröfum ESB um tímasetningu sáningar og uppskeru

Belgískir bændur mótmæla líka fáránlegum kröfum ESB um hvenær leyfilegt er að sá og uppskera og segja að það sé óeðlilegt, að Belgía flytji inn matvæli frá löndum með lægri umhverfiskröfur og verð sem er ómögulegt að keppa við. Þejr mótmæla eins og bændurnir í Þýskalandi og Frakklandi háum eldsneytiskostnaði sem gerir það næstum ómögulegt að gera út arðbæran búskap.

Á bak við mótmælin í Belgíu stendur meðal annars Verkalýðsfélagið Algemeen Boerensyndicaat. Tók félagið þátt í mótmælunum sem hófust þriðjudag, þegar bændurnir lokuðu vegum við landamæri Hollands með dráttarvélum. Mótmælin hafa þegar leitt til þess, að Alexander De Croo forsætisráðherra hefur fallist á fund með verkalýðsfélögunum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa