Nató: Undirbúið ykkur undir áratuga langt stríð gegn Rússlandi

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, varar enn á ný við stríði gegn Rússlandi. Núna vill hann, að Bandaríkin og Evrópa búi sig undir „áratugi“ af stríði gegn Rússlandi.

Stoltenberg heldur segir í viðtali við þýska dagblaðið Welt, að Rússar „snúi öllu efnahagskerfi sínu að langvarandi stríði.“ Hann sagði við Welt:

„Þar sem Rússland er að aðlaga allt efnahagskerfi sitt fyrir stríð, þá verðum við að gera meira fyrir öryggi okkar.“

Pútín mun ráðast á önnur lönd ef hann vinnur í Úkraínu

Að sögn Stoltenberg sækist Nató ekki eftir stríði gegn Rússlandi, heldur sé það Vladimír Pútín forseti sem ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd eftir Úkraínustríðið. Stoltenberg segir, að Nató-ríkin verði bæði að styðja Úkraínu með vopnasendingum og fjárfesta í eigin hernaðargetu. Nató foringinn vill meðal annars, að vopnaiðnaður Evrópu auki framleiðsluhraðann. Stoltenberg segir:

„Ef Pútín vinnur í Úkraínu er engin trygging fyrir því, að yfirgangur Rússa breiðist ekki út til annarra landa. Fælingarvörn virkar aðeins ef hún er trúverðug. Við verðum að búa okkur undir mögulegan árekstur sem gæti staðið í áratugi.“

Pútín: Hef ekki áhuga á Nató-löndum

Á sama tíma og Nató varar við því, að líklegt sé að Pútín ráðist á Nató-ríki, þá segir rússneski forsetinn sjálfur, að það sé „algjörlega útilokað.“

Pútín var fyrr í vikunni í viðtali við bandaríska blaðamanninn Tucker Carlson og var þá spurður hvort einhver atburðarás gæti leitt til þess, að Rússar gerðu árás til dæmis á Pólland eða Lettland. Pútín svaraði:

„Það er aðeins til ein slík atburðarás. Ef Pólland ræðst á Rússland. Hvers vegna? Vegna þess að við höfum engan áhuga á Póllandi, Lettlandi eða neinu öðru landi. Af hverju ættum við að hafa það? Við höfum einfaldlega engan áhuga á því. Þetta er bara hræðsluáróður.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa