Natóumsókn Svía lögð á hilluna

Aðild Svía að vestræna hernaðarbandalaginu Nató, sem þegar hefur verið seinkað í meira en sex mánuði, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Tyrkir tilkynntu enn ný, að landið seinkaði fullgildingu Svía sem meðlimi í Nató um óákveðna framtíð.

Tyrkneska stjórnin undir forystu Erdogans forseta er enn ósátt við framgöngu Svía í mörgum málum. Vonir stóðu til, að tyrkneska utanríkismálanefndin myndi samþykkja Svíþjóð sem Nató-meðlim í vikunni. Þær eru núna að engu orðnar. Þess í stað var ákvörðun um aðild Svíþjóðar að Nató frestað án nokkurra skilgreindra tímatakmarka.

Svíþjóð notað sem fjárkúgun Tyrklands í flugvélaviðskiptum við Bandaríkin

Tyrkir nota Nató aðild Svíþjóðar sem tromp í samningaviðræðum við Bandaríkin um kaup á bandarísku orrustuþotunni F-16. Meðal bandarískra stjórnmálamanna eru skiptar skoðanir um réttmæti þess að múta Erdogan með slíkum samningi til að kaupa frið við hann varðandi Nató aðild Svía.

Enginn veit hvenær utanríkismálanefnd Tyrklands mun taka spurninguna um samþykkt Nató aðildar Svíþjóðar fyrir að nýju. Engin ný dagsetning hefur verið ákveðin. Jafnvel þegar slík tilkynning verður birt, þá er engan vegin öruggt að náð verði samkomulagi. Mikil óvissa ríkir um afstöðu utanríkismálanefndar tyrkneska þingsins.

Líklegt á að þingið fylgi ráðleggingu nefndarinnar

Það sem hægt er að segja með tiltölulega miklum líkum, er að tyrkneska þingið sem tekur endanlega ákvörðun greiði atkvæði á sama hátt og utanríkismálanefndin ráðleggur. En samt er það heldur ekki útilokað, að þingið segi nei eftir að nefndin hefur sagt já.

Formaður tyrknesku utanríkismálanefndar, Fuat Oktay, segir að möguleiki sé á að nefndin taki málið aftur fyrir í næstu viku en segir jafnframt, að það gæti líka tekið töluvert lengri tíma. Fastir liðir eins og venjulega, Tyrkland heldur málinu öllu í gíslingu á meðan Erdogan prúttar við spilltan félaga sinn í Hvíta húsinu um verðið á orustuþotunum sem Tyrkland vill fá frá Bandaríkjamönnum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa