Ofbeldinu mótmælt í Stokkhólmi: STÖÐVIÐ OFBELDIÐ!

Ganga gegn öllu ofbeldinu í Svíþjóð var farin í gær 18. nóvember í Stokkhólmi. Að sögn þeirra sem stóðu fyrir göngunni heppnaðist hún mjög vel og safnaði saman mörgu fólki. Héldu þátttakendur á blysum og þegar komið var á fundarstað voru haldnar hvatningarræður um að stöðva ofbeldi glæpahópanna og koma á friði í landinu. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir, hvernig þau héldu á málunum. Enn aukast dráp vegna gengjastríða og sífellt fleiri saklausir Svíar týna lífinu fyrir það eitt að vera á „vitlausum stað á vitlausum tíma.“

Sjá má nokkrar myndir og myndskeið með viðtali við Mikael Willgert frá Swebbtv neðar á síðunni. Willgert var einn af aðalmönnunum á bak við gönguna og einn af aðal ræðumönnum fundarins.

Stöðvið ofbeldið – Áfram Svíþjóð

Klukkan 15 hafði margmenni safnast saman í Humlegården, til að fara í í blysför að Östermalmstorg, þar sem haldinn var útifundur með ræðum. Eftirvænting göngumanna var mikil, góður hugur og samstaða fyrir því, að yfirvöld létu hendur standa fram úr ermum til að stöðva ofbeldið. Hrópuð voru slagorð eins og „Stöðvið ofbeldið“ og „Áfram Svíþjóð.“ Fólk kom víðs vegar af að landinu til þess að taka þátt í mótmælunum. Frelsisfréttin tók viðtöl við fólk meðal annars frá Norður- og Vestur-Svíþjóð eins og lesa má um á heimasíðu miðilsins. Að sögn Pierre Tindefjäll, skipuleggjanda göngunnar voru að minnsta kosti á þriðja þúsund manns í göngunni, sem fór friðsamlega fram.

Glæpamennskan eins og krabbamein sem hefur heltekið landið

Nokkrar ræður voru haldnar á torginu. Auk Pierre Tinderfjäll töluðu Katerina Janouch rithöfundur, Mikael Willgert frá Swebbtv, Tobbe Larsson stjórnmálaskýrandi Frelsisfréttarinnar, Magnus Stenlund, Victor Eriksson, Ulf Bejerstrand og Lennart Matikainen. Veittust ræðumenn harkalega að yfirvöldum fyrir að stöðva ekki hina hættulegu þróun glæpamennskunnar sem breiðist út um allt samfélagið eins og krabbamein. Willgert benti á það í ræðu sinni, að Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra hefði sagt nýlega, að hætta væri á því, að Svíþjóð gæti glatast. Sagði Willgert, að ef þessi glæpamenning og spilling fengi að festa rætur, þá yrði Svíþjóð ekki snúið við af þeirri braut. Lýsti hann þungum áhyggjum af ástandinu.

Glæpahóparnir burt frá Svíþjóð – Öryggi fyrir konur og börn

Hann og aðrir ræðumenn kröfðust þess, að yfirvöld rækju alla meðlimi glæpahópanna úr landi svo tryggja mætti öryggi Svía í sínu eigin landi. Sérstök áhersla var lögð á að tryggja öryggi kvenna og barna. Til marks um ástandið má nefna vaxandi fjölda öryggisherbergja á dagheimilum og barnaskólum og sums staðar eru börn farin að biðja um skotheld vesti til að hafa á sér, þegar þau fara í skólann!

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá göngunni og útifundinum og þar að neðan er stutt viðtal við Mikael Willgert frá Swebbtv.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa