Neitað um öryggisgæslu í þriðja sinn

Í frétt Deseret News er Robert Kennedy Jr., sonur Roberts Kennedy eldri, forsetaframbjóðanda sem var myrtur árið 1968 og frændi John F. Kennedys forseta sem var drepinn, – neitað um vernd í forsetaframboði sínu. Alejandro Mayorkas, ráðherra heimavarnarráðuneytis Biden, sagði Kennedy í bréfi, að ekki væri „fengist heimild“ fyrir vernd bandarísku leyniþjónustunnar fyrir Kennedy. Nýlega var sett nálgunarbann á Kennedy, vegna umsátursmanns sem braust inn í húsið hans í lok október.

Mayorkas vitnar í bréfi sínu til samráðs við forseta þingsins, repúblikanann Mike Johnson, leiðtoga minnihlutans demókratann Hakeem Jeffries, leiðtoga meirihluta öldungadeildarinnar, Chuck Schumer demókrata, Mitch McConnell, leiðtoga minnihluta öldungadeildarinnar repúblikana og öldungadeildarþingmanninn Karen Gibsonf v. herforingi í bandaríska hernum. Þrátt fyrir að regluverkið segi skýrt, að það sé á borði öryggisþjónustunnar að taka slíkar ákvarðanir, þá reynir Mayorkas að fela sig á bak við þingmennina.

Á volduga óvini innan kerfisins

Í september var vopnaður maður handtekinn á kosningafundi Kennedys. New York Post hefur áður greint frá trúverðugum hótunum gegn Kennedy. Judicial Watch greindi frá því, að leyniþjónustunni var kunnugt um margar hótanir gegn Kennedy.

Kennedy hefur eignast öfluga óvini í lyfjaiðnaðinum. Bók Kennedys „Hinn raunverulegi Anthony Fauci“ lýsir meiriháttar svikum eins af öflugustu framkvæmdaaðilum ríkisstjórnarinnar. Í einni af mörgum ótrúlegum uppljóstrunum í bókinni, lýsir Kennedy því, hvernig Fauci pyntaði og drap munaðarlaus börn á níunda áratugnum sem tilraunadýr í tilgangslausum meðferðum sínum.

Forsetaframbjóðendur byrjuðu að fá vernd eftir að faðir Kennedys var skotinn til bana í eldhúsi Ambassador hótelsins árið 1968. Sirhan Bishara Sirhan var sagður vera morðinginn. Kennedy hefur síðar sagt, eftir að hafa átt samtal við byssumanninn í fangelsinu, að hann telji að annar byssumaður hafi verið viðriðinn morðið á föður sínum.

Samkvæmt skýrslu þingsins fengu frambjóðendurnir Bill Bradley ár 2000 og Herman Cain, Rick Santorum og Newt Gingrich ár 2012, Dr. Ben Carson og Bernie Sanders ár 2016 vernd leyniþjónustunnar á meðan þeir voru í framboði.

65% Bandaríkjamanna trúa ekki opinberri skýrslu um morðið á John F. Kennedy

Síðasti forsetinn sem var myrtur var frændi Kennedys, John F. Kennedy, 22. nóvember 1963 í Dallas, Texas. Opinbera kenningin um JFK morðið byggði á ósennilegri röð afleiða sem gengur undir nafninu „töfrakúlukenningin.“ Jafnvel eftir sex áratugi berast enn nýjar uppljóstranir um það morð. Fyrir aðeins þremur mánuðum síðan komu nýjar uppljóstranir frá Paul Landis, leyniþjónustumanni á eftirlaunum til New York Times. Paul Landis viðurkenndi að hann hafi lagt byssukúluna á sjúkrahúsbörur Kennedys en embættismenn höfðu gert ráð fyrir því, að byssukúlan hefði „fallið úr“ John Kennedy.

Robert Kennedy yngri hefur lýst því yfir, að hann telji að „yfirgnæfandi vísbendingar“ séu um þátttöku leyniþjónustusamfélagsins á morðin frænda síns John. 65% Bandaríkjamanna trúa ekki opinberri skýrslu ríkisstjórnarinnar um morðið á JFK.

Kennedy hefur sagt, að hann óttast að „leyniþjónusta Djúpríkisins“ CIA, muni myrða hann og bendir á að hann hafi reglulegar varúðarráðstafanir vegna persónulegs öryggis síns.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa