Trump forseti óskar öllum gleðilegra jóla í upplífgandi minningu frelsarans Jesú Krist

Myndin er tekin af forsethjónunum Trump og Melaniu, þegar þau voru í Hvíta húsinu áður en Joe Biden tók við.

Trump forseti flutti sérstakan jólaboðskap til bandarísku þjóðarinnar á aðfangadag:

„Mig langar að óska öllum gleðilegra og ánægjulegra og dásamlegra jóla. Á þessum helga tíma árs þakka kristnir menn alls staðar fyrir, að Guð sendi einkason sinn fyrir meira en 2000 árum síðan í heiminn til að vera frelsari alls mannkyns.“

„Fæðing Jesú Krists er hið sanna kraftaverk sem við höldum upp á öll jól. Hann er fullkominn uppspretta gleði okkar, vonar okkar og tilfinninga fyrir friði og góðum vilja, þegar við komum saman með fjölskyldu og ástvinum. Þetta er svo frábær tími ársins. Þess vegna getum við aldrei hætt að segja þessi fallegu orð: Gleðileg jól.“

„Þessa hátíð þökkum við fyrir margar blessanir sem Guð hefur veitt okkur. Við biðjum fyrir öryggi karla og kvenna í einkennisbúningum heima og erlendis og biðjum Guð að leiðbeina okkur, gefa okkur styrk og vaka yfir okkur á þessu mikilvæga ári sem er fram undan. Með hjálp hans, að þessu sinni á næsta ári, munum við vera á góðri leið með að gera Bandaríkin öruggari, sterkari, meiri og farsælli en nokkru sinni fyrr.“

Trump bætti við:

„Enn og aftur óskum ég og Melania þér gleðilegra jóla. Guð blessi ykkur öll. Megi 2024 verða besta ár lífs okkar allra.“

Guð blessi Trump forseta.


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa