Tucker Carlson sendi 56. þáttinn á X á aðfangadag jóla: Leikarinn Kevin Spacey, þekktur m.a. frá „House of Cards“ var gestur Tucker Carlson til að ræða forsetakosningarnar 2024.
Kevin Spacey fór strax inn í gervi Frank Underwood í House of Cards á myndbandi sem deilt var á aðfangadagskvöld. Tucker Carlson tók viðtal á léttum nótum við „Frank Underwood“ um hugsanlegt framboð hans til forseta í 7 mínútna myndbandi sem birt var á X. Tucker spurði, hvort einhver nýr hugsanlegur forsetaframbjóðandi gæfi sig fram á síðustu stundu í forsetakosningarnar 2024 í Bandaríkjunum:
„Ja, það gæti verið einhver. Þú þekkir hann í rauninni nú þegar. Þú þekkir andlit hans. Spurningin er, kemst hann inn í þessari lotu?“
Kevin Spacey sagði með sínum besta suðurhreim Frank Underwood:
„Þetta er í raun ákvörðun fólksins, Tucker. Þetta er ekki eitthvað sem ég virkilega hugsa um eða vil gera.“