Jólin hófust á sprengjuódæði í Malmö og … skotárás í Hafnarfirði

Friður jólanna rofinn í Svíþjóð og á Íslandi. Þakka ber öllum lögreglumönnum í Svíþjóð og á Íslandi fyrir hetjuleg störf í baráttunni gegn ofbeldinu. Vonandi læra yfirvöld á Íslandi að hraða ber vörnum lögreglunnar svo ekki fari á sama veg og í Svíþjóð.

Hátíð jólanna hófst í ár á enn einu sprengjuódæðinu í Malmö á Þorláksmessu. Svíþjóð setur nýtt met í sprengingum árið 2023. Skotárásir halda einnig áfram á háu stigi og staðfesta stöðu Svíþjóðar sem sérstaks lands sem sker langt fram úr öðrum löndum í heiminum með manndrápum með skotvopnum. Litla Ísland sem alltaf vill verða fremst í öllu fær sinn skerf af eyðileggingu jólafriðarins með skotárás aðfangadag í Hafnarfirði.

Samkvæmt gögnum sænsku lögreglunnar hafa í ár orðið 148 sprengjuódæði fram til 15. desember. Í fyrra voru framin samtals 90 sprengjuódæði. Einnig þá var nýtt drungalegt met sett og umfang sprengjuárása heldur því áfram að stækka. Ár 2022 áttu 391 skotárás sér stað og tölur í ár eru eitthvað aðeins lægre. Lokatölur um allt árið 2023 koma í janúar. Svíar eru 30 sinnum fleiri en Íslendingar en það virðist engin fyrirstaða til að jafna metin eins og innflutningstölurnar sýna. Þar er Ísland komið í 8. sæti á hæla Svíum! Ekki þarf mikið að gerast í málefnum glæpahópa á Íslandi til að ná hlutfallslega sömu ömurlegu stöðu og Svíar eru leiðandi fyrir. Þegar skotárásir verða komnar upp í 13-15 skotárásir á ári og 5 sprengjuódæði árlega á Íslandi hefur landinu tekist að „jafna metin“ við Svía. Það sjá það allir, að ekki þarf mikið til að bæta þessu lítilræði við þá þróun sem er að gerast fyrir framan allra augu á Íslandi.

Innanríkisstríð í lágum gír

Sprengjuódæðið í Malmö flokkast sem tilraun til manndráps. Í byrjun október var lagt hald á rúmlega 200 kíló af sprengiefni í Uppsölum eftir umfangsmikið lögreglustarf. Telur lögreglan það hafi komið í veg fyrir margar hugsanlegar sprengjuárásir. Jale Pljarevius, yfirmaður leyniþjónustunnar í Mið-Svíþjóð, segir í viðtali við Aftonbladet, að hægfara styrjöld sé í gangi í Svíþjóð. Sænski bloggarinn Lennart Wallger, sem uppfærir nýjar skotárásir og sprengjuárásir á X-síðu sinni, greinir frá því að eitt morð, níu morðtilraunir, fimm hnífaárásir, fimm skotárásir, ein sprengja og ein íkveikja hafi orðið á milli 16. – 22. desember í ár.

Varla getur slík síðasta vika fyrir jólin verið eftirsóknarvert markið Íslendinga?

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa