Neyddist til að ljúka fundi vegna upphlaups stuðningsmanna Hamas

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar var á opnum fundi í Gautaborg fyrr í vikunni þar sem málefni Hams og Ísraels komu upp. Áður höfðu nokkur hundruð mótmælendur sem styðja Hamas safnast saman fyrir utan veitingastaðinn Pustervik, þar sem fundurinn var haldinn. Hrópuðu mótmælendur m.a. slagorðin „Molum síonismann“ og „Morðingjar Ísrael.“ Nærverandi stuðningsmenn Hamas fóru síðan inn og eyðilögðu fundinn og þurfti að fjarlægja a.m.k. átta manns af fundarstað. Ulf Kristersson ákvað að ljúka fundinum með orðunum: „Ég mun ekki samþykkja að antisemítisma sé dreift í Svíþjóð, vegna þess að við erum ekki á sama máli varðandi stríðið.“

Ulf Kristersson birti um kvöldið á Instagram:

„Sorglegt kvöld. Við beygjum okkur ekki fyrir reiðum kjaftöskum. Þeir sem vilja hafa þannig framkomu geta haldið sína eigin fundi.“

„Ekki þannig sem lýðræðið virkar“

Hamas-liðar á fundinum hrópuðu:

„Þú styður þjóðarmorð, þú hefur blóð á höndum þínum. Skammastu þín. Finnst þér virkilega að þjóðarmorð Ísraels sé sjálfsvörn?“

Ulf Kristersson sagði í viðtali við sænska ríkissjónvarpið SVT:

„Það voru mikil læti. Fólk hrópaði hvert á annað, truflaði fundinn, gerði allt til að koma í veg fyrir að hann yrði framkvæmdur. Þannig virkar ekki lýðræðið í Svíþjóð og ég ætla ekki að aðlaga mig að því.“

Hryðjuverkarómantík

„Það bendir allt til þess, að það sé einhvers konar hryðjuverkarómantík í gangi í Svíþjóð sem ég hef mjög miklar áhyggjur af. Það er fullkomlega réttmætt að hafa mismunandi skoðanir á átökunum í Miðausturlöndum, en það er allt annað að eyðileggja fundi, þar sem maður á að geta rætt þessi mál. Ég hef áhyggjur af því, að átök annars staðar í heiminum rati beint inn í Svíþjóð með þessum hætti.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa