Of hættulegt fyrir fermingarbörn á landsbyggðinni að ferðast til Stokkhólms

Myndin sýnir Glava kirkju, sem tilheyrir einum af sjö söfnuðum sóknarinnar í Arvika, Svíþjóð (mynd: Riggwelter, Wikimedia CC 3.0).

Sífellt vaxandi óöld í Svíþjóð með skotárásum og sprengingum veldur því, að sænska kirkjan í Arvika hættir við ferðir fermingabarna til stórborga í Svíþjóð. Í staðinn ferðast fermingabörnin til Osló, sem er mun hættuminni og friðsamlegri borg en Stokkhólmur.

Hefðbundnar ferðir fermingarbarna á landsbyggðinni til Stokkhólms leggjast niður vegna ofbeldisverka. Alla vega frá Arvika í Svíþjóð. Charlotte Mackenrott, kirkjuhirðir i Arvika sókn segir við sænska ríkisútvarpið, að ekki sé hægt að senda fermingarbörnin lengur til Stokkhólms:

„Það er allt of hættulegt.“

Í staðinn velur kirkjan Osló sem ferðastað bæði fyrir fermingarbörnin og starfsfólk.

Kirkjan undirbýr sig fyrir hryðjuverkaárásir

Könnun sem ríkisútvarpið P4 gerði í Värmland sýnir, að margar sóknir innan sænsku kirkjunnar í Värmland hafa gripið til aðgerða vegna aukinnar hættu á hryðjuverkum. Charlotte Mackenrott segir:

„Það er okkur mikilvægt núna að ræða málið reglulega á starfsmannafundum okkar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa