Er Ísrael Svarti-Pétur með kjarnorkuvopn?

Tucker Carlson tók viðtal við Douglas MacGregor ofursta í nýjasta þætti sínum á X.MacGregor lýsti verulegum áhyggjum af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs og ræddi mögulega atburðarás þar sem Bandaríkin gætu fljótt dregist í bein átök við Íran, Rússland og Kína vegna væntanlegra viðbragða Ísraela við Hamas-árásinni 7. október.

Carlson byrjaði á tilvitnun í öldungadeildarþingmann repúblikana Lindsey Graham, sem sagði í nýlegu viðtali við NBC News (sjá myndskeið að neðan):

„Þetta eru skilaboðin: Ef Hezbollah, sem er staðgengill Írans, gerir stórfellda árás á Ísrael, þá tel ég það vera tilvistarógn við Ísraelsríki. Ég mun leggja fram ályktun í öldungadeild Bandaríkjaþings sem heimilar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í samvinnu við Ísrael til að slá Íran út úr olíuviðskiptum. Ef þeir stigmagna stríðið munum við elta þá uppi.“

Tucker Carlson spurði MacGregor þá:

„Hvað þýðir það að fara í stríð við Íran? Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, vegna þess að nánast enginn þeirra sem tala opinberlega um það, starfar á grundvelli mikils áhuga á hagsmunum Bandaríkjanna. Er þetta gott fyrir okkur, eða er það ekki? „

MacGregor varar við því, ef Bandaríkin byrjuðu á því að sprengja mikilvæga innviði í Íran eins og öldungadeildarþingmaðurinn Graham leggur til, þá yrði „útsala á eyðileggingu.“ Íran myndi

„skjóta á allar herbækistöðvar sem við höfum í Írak og Sýrlandi – með um 1000 Bandaríkjamönnum – og í þetta skiptið myndu eldflaugarnar hitta nákvæmlega í mark.“

Valinn áfangastaður: Harmagedón

Samkvæmt Macgregor verður áfangastaðurinn Harmagedón valinn ef haldið er áfram á þessari braut:

„Ef við höldum áfram á þessari braut, þá verður Harmagedón næsti áfangastaður með alvarlegum afleiðingum (sem enginn virðist íhuga) fyrir Bandaríkin, Evrópu og Miðausturlönd. Til dæmis, ef við lítum á efnahagslegu hliðina, þá fer um 20% af olíu heimsins um Hormuzsundið í hverjum mánuði – líklega 25% af fljótandi jarðgasi og þú ert að tala um að loka fyrir 2 til þrjár milljónir tunnur af olíu daglega frá Íran. Allt þetta svæði mun taka þátt í stríðinu. Þetta er ekki staðbundið við Íran á nokkurn hátt.“

Bandaríkjaher ekki þjálfaður í alvöru bardögum

Þeir tveir ræddu einnig um, að ein helsta áskorunin við að íhuga stríð við Íran er ófyrirsjáanleg þróun slíkra átaka. Ekki hefur tekist að lama hernaðargetu Írans með efnahagsþvingunum, sem verið hefur megináætlunin í mörg ár. Þegar hervald er sett inn, þá koma ýmsir óþekktir hlutir fram í dagsljósið. Bandaríski herinn er ekki nægilega undirbúinn fyrir slík átök eins og hann er núna, – sérstaklega ef óvinurinn er með ný vopnakerfi og aukinn hernaðarmátt. Mac Gregor vísaði til þeirra tegund átaka sem bandaríski herinn hefur vanist:

„Við höfum notið þess lúxus að vera með herbúðir sem gera árásir á andstæðinga vopnuðum AK-47, sprengja jarðsprengjur og einstaka sprengjuvörpur og eldflaugar. Það er bardagi í mjög lágum gír.“

Svarti Pétur með kjarnorkuvopn?

Macgregor heldur áfram:

„Þetta er hefðbundið stríð sem við erum að horfa á, með möguleika á að verða kjarnorkustríð – sem augljóslega, held ég, að hvorki við né Rússar viljum að gerist, en við höfum Svarta Pétur í spilunum: Ísrael. Þeir hafa kjarnorkugetu.“

„Við vitum ekki hvað þeir hafa að leiðarljósi til að beita slíkum vopnum. Ef til þess kemur yrði auðvitað öllum vangaveltum hætt og ég held, að flestir í heiminum myndu snúast gegn Ísrael. Í augnablikinu þurfa þeir bara að hafa áhyggjur af múslimaheiminum gegn sér.“

Hizbollah með starfsemi í Mexíkó

MacGregor varar við því að einblína á Hamas og Hezbollah sem tafarlausar ógnir, því með því séu víðtækari afleiðingar huldar. Til dæmis fylgir árás á borgarumhverfi eins og Gaza mikil hætta á mannfalli óbreyttra borgara – afleiðingar þess yrðu hörmulegar, bæði siðferðilega og hernaðarlega:

„Hizbollah er með mjög mikla starfsemi í Mexíkó. Það eru eflaust mjög margir liðsmenn Hezbollah í Bandaríkjunum. Við getum aðeins ímyndað okkur hvers konar vandræðum þeir gætu valdið.“

Íran með stærsta herinn á svæðinu

Mitt í þessu öllu vaknar spurningin: Hvernig mun stríð við Íran hafa áhrif á bandarísk stjórnmál innanlands? Sagan sýnir að stríð er oft notað til að kæfa niður andóf en í samtengdum heimi nútímans getur ritskoðun aðeins náð það langt. Almenningsálit, sem upphaflega er hlynnt ofbeldi gegn Hamas, gæti dvínað eftir því sem átökin aukast og eyðileggingarmyndir flæða yfir fjölmiðla.

„En það sem er mikilvægast held ég fyrir Bandaríkjamenn, er að skilja að ef við ráðumst á Íran á grundvelli meints vilja Hizbollah til að ráðast á Ísrael, ef Ísrael lendir í raunverulegum skotbardögum við Hizbollah, þá eru þeir með stærsta vopnaða herinn á svæðinu.“

Tyrkland hefur boðist til að vera sáttasemjari

MacGregor ræddi einnig, að Tyrkland hefði boðist til að vera sáttasemjari í deilu Ísraels og Hamas. Honum finnst að aðilarnir eigi að taka því boði til að forðast síðar meir að Tyrkland dragist hernaðarlega inn í átökin sem þá fara gjörsamlega úr böndunum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa