Orbán hafnar innflutningsstefnu Vestur-Evrópu: Vill ekki fá Gaza í Búdapest

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vill ekki að land sitt líki eftir misheppnaðri fólksflutningastefnu Vestur-Evrópu. Orbán segir stefnuna hafa leitt til hryðjuverka, glæpagengja og annars ofbeldis. Skilaboð hans til Evrópusambandsins sem vill þröngva innflytjendum upp á landið eru: „Látið okkur í friði.“

Í færslu á X-inu sagði Orbán, að hann vilji ekki fá „smækkaða mynd af Gaza“ í ungversku höfuðborginni Búdapest. Yfirlýsing Orbán kemur í kjölfar stríðsins á milli Ísraels og Hamas. Mörg ríki í Vestur-Evrópu eins og Svíþjóð, hafa upplifað sprengingu gyðingahaturs á götum og torgum – sérstaklega frá innflytjendum með rætur í Miðausturlöndum ásamt vinstri mönnum. Orbán hafði áður bannað mótmæli stuðningsmanna Palestínumanna í Ungverjalandi og lýst þeim sem efni í hryðjuverkamenn.

Orban segir á myndskeiði með færslunni:

„Ég segi alltaf, að við séum með tilboð um umburðarlyndi. Ég segi þetta við Þjóðverja, Frakka og íbúana í Brussel: Þið gerðuð þetta á ykkar hátt. Við segjum ekki hvort það sé gott eða slæmt. Við biðjum um einn hlut: Að þið þolið að við gerum þetta á annan hátt, því þetta er okkar land, það er okkar mál. Látið okkur í friði“.

„Ekki reyna að segja okkur hverjir mega vera í Ungverjalandi. Ekki senda hingað farandfólk sem voru mistök að hleypa inn í lönd ykkar og þið viljið losna við með því að senda það hingað. Ekki gera það. Þolið þá staðreynd, að þetta er annað land, sem hefur ekki gert mistök, að við höfum aðra stöðu og að við viljum ekki vera eins og þið. Við viljum ekki smækkaða mynd af Gaza í Búdapest. Við viljum ekki hryðjuverkaárásir, gengjastríð og allt annað sem við sjáum í stórborgum Vestur-Evrópu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa