Pólland: Hleyptu ekki þingmönnum inn í þingsali

Szymon Hołownia, forseti pólsku neðri deildar pólska þingsins Sejmen, kom í veg fyrir að tveir kjörnir þingmenn kæmust inn í þingsal þingsins. Mariusz Kamiński og Maciej Wąsik úr íhaldssama flokknum Lög og Réttlæti (PiS) var ýtt í burtu frá inngangi þingsins af vörðum og lögreglu.

Það var skömmu fyrir klukkan tíu að miðvikudagsmorgni 7. febrúar sem hópur stjórnmálamanna í PiS ásamt Jarosław Kaczyński flokksleiðtoga og fyrrum fangelsuðum fv. ráðherrum kom að þinghúsinu. Verðir mættu þeim við innganginn að þinginu. Var Kaminski og Wąsik neitað að komast inn. Brutust út slagsmál og deilur milli stjórnmálamanna og öryggisvarða. Maciej Wąsik tókst á tíma að komast gegnum hindranir en komst ekki inn íað brjótast í gegnum girðingarnar um tíma en stjórnmálamaðurinn fór ekki inn í bygginguna, því búið var að læsa hurðunum. Þingmaðurinn og fv. menntamálaráðherra Póllands, Anna Zalewska, skrifar á X (sjá að neðan):

„Þannig hlæja Tusk og Hołownia í Póllandi. Varsjá þann 7/2 2024.“

Kæra forseta þingsins fyrir valdarán

Að lokum var hópnum ýtt nokkrum metrum frá innganginum á meðan hrópuð voru slagorð gegn Szymon Hołownia forseta þingsins. Eftir atburðinn sagði Jarosław Kaczyński frá flokknum Lög og réttvísa við fjölmiðla á staðnum, að aðgerðir þingforsetans brjóti gegn lögum og að flokkur hans muni höfða mál gegn Hołownia fyrir tilraun til valdaráns. Wąsik sagði að sú ákvörðun þingforsetans að meina honum og Kaminski að taka þátt í störfum þingsins svipti stóran hóp kjósenda fulltrúa sínum á þinginu og sé til marks um einræðisstjórnarfar. Lögfræðingurinn og þingmaðurinn Dariusz Matecki skrifar í athugasemd á X:

„Svona lítur „lýðræðið“ út á tímum Donald Tusk. Líkamlegar árásir á þingmenn stjórnarandstöðunnar. Tilraun til að loka fyrir aðgang þingmanna að þinginu í lýðveldinu Póllandi.“

Hæstiréttur hnekkti ákvörðun forseta þingsins sem gengur gegn niðurstöðu dómstólsins

Szymon Hołownia þingforseti skipaði yfirmanni öryggissveita þingsins að koma í veg fyrir að Kaminski og Wąsik kæmust inn í þingsali Sejmen. Þetta með vísan til þess að þeir teldust ekki lengur þingmenn vegna 2 ára fangelsisdóms þann 20. desember í héraðsdómi í Varsjá fyrir misbeitingu valds og skjalafals. Daginn eftir dóminn ákvað Hołownia að svipta hina dæmdu þingsætum sínum. Bæði Kamiński og Wąsik áfrýjuðu niðurstöðunni og Hołownia sendi málið til Hæstaréttar. Hæstiréttur hnekkti ákvörðun forsetans og tilkynnti að ekki bæri að líta svo á, að þingtíma Kaminski og Wąsik væri lokið.

Þann níunda janúar voru stjórnmálamennirnir handteknir og færðir í fangelsi til að afplána fangelsisvist sína. Forseti Póllands, Andrzej Duda, náðaði þingmennina 2 vikum síðar og þeir fengu því að snúa aftur til starfa sinna á þingi.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa