ESB er hópur spilltra hræsnara sem ættu ekki að vera að kenna neinum öðrum um hvað sé rétt eða rangt. Það sagði pólski Evrópuþingmaðurinn Dominik Tarczyński í ræðu á Evrópuþinginu á miðvikudag.
Pólski ESB-þingmaðurinn Dominik Tarczyński gagnrýnir harðlega hina vinstri hugmyndafræðilega sinnuðu valdaelítu í Evrópusambandinu.
ESB-þingið aðhefst ekkert
Tarczyński benti í ræðu sinni á ESB-þinginu m.a. á „Qatargateskjölin“ sem fjallar um hundruð skjöl sem lekið hefur verið út og afhjúpa gríðarlega spillingu innan ESB:
„Kæri fundarstjóri, kæru vinstrimenn, kæru stuðningsmenn hins svo kallaða réttarríkis. Það eru 365 dagar síðan Qatargate sprakk. Og hvað hafið þið gert? Ekkert. Hvað hafið þið gert varðandi bólusetningarhneykslið í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins? Ekkert.“
Innantóm orð
Samkvæmt ESB-þingmanninum er réttarríkið ekkert annað en innantóm orð:
„Ó, fyrirgefið, þið hafið gert svo mikið. Þið hafið ráðist á pólsku ríkisstjórnina í átta ár. Í átta ár hafið þið verið að kenna okkur lexíu. Þið reynið að kenna okkur reglur réttarríkisins. Reglur um hvað? Reglur um spillingu! Það er það sem þessar reglur eru.“
„Það voru ykkar menn sem voru handteknir. Þið reynið að kenna Trump, Bolsonaro, Milei (nýr forseti Argentínu/GS), þið reynið að kenna öllum heiminum – íhaldssama hlutanum – um réttarríkið og ykkar menn eru handteknir fyrir spillingu!“
Mun sigrast á vinstri hugmyndafræðinni
Dominik Tarczyński skrifar í færslu á X: „Verið eins og Pólland.“
„Þið hafið engan rétt til að kenna okkur. Þið hafið engan rétt til að segja okkur, hvað lýðræði er. Þið hafið engan rétt til að segja mér, hvað réttarríkið sé. Þess vegna lofa ég því, að við munum berjast gegn vinstri hugmyndafræði ykkar fram til endanlegs sigurs. Svo hjálpi mér Guð!“