Pólskur prófessor: „Þetta er allt annað ESB en stofnendur þess gerðu ráð fyrir“

Þegar Pólland gekk í ESB fyrir 20 árum síðan var sambandið þegar á stefnu langt frá því sem gert var ráð fyrir á fimmta áratugnum, segir hinn þekkti pólski prófessor, Wojciech Roszkowski.

Hinn þekkti hagfræðingur og sagnfræðingur, prófessor Wojciech Roszkowski, heldur því fram, að Evrópusambandið sem Pólland gekk í fyrir 20 árum hafi þegar verið annað ESB en stofnendur þess gerðu ráð fyrir. Ekki er lengur um efnahagslega samvinnu að ræða heldur þröngva valdamestu ríkin vilja sínum upp á aðildarríkin gegnum stofnanir sem þau hafa rænt.

Þýskalandsvæðing Evrópusambandsins

Þegar Pólland gekk með í ESB 2004 var miðstýring þegar hafin innan ESB og sú þróun hefur einungis aukist á síðustu 20 árum. Roszkowski segir við kaþólska fréttamiðilinn Opoka:

„Við höfum séð sambandsvæðingu þessarar stofnunar gegnum árin undir forystu Berlínar, – nokkurs konar Þýskalandsvæðingu. Sífellt fleiri nefndir og stofnanir ESB eru mannaðar þýskum ríkisborgurum eða fólki sem er mjög tengt því landi.“

Litið á kristni sem glæp

Þar að auki hefur ESB skorið sig frá kristnum rótum sínum, sem Robert Schuman hélt svo fast við. Roszkowski segir að núna virðist ítalski kommúnistinn Altiero Spinelli vera leiðarljós Evrópusambandsins. Það hefur haft í för með sér glötun kristinnar sjálfsmyndar í Evrópu þegar Evrópusambandið er í fararbroddi menningarbyltingar sem dregur hugmyndina um fjölskylduna í svaðið og einnig þá staðreynd, að mannkynið skiptist í karla og konur. Prófessorinn segir:

„Staðhæfing kristinnar trúar er núna jafngildi glæps og er oft ritskoðuð.“

Yfirstandandi menningarbylting í Evrópu

Að mati Roszkowski er baráttunni gegn kaþólsku kirkjunni, sem kommúnistar í Mið-Evrópu hófu eftir stríðið, núna haldið áfram. Mikill hluti pólskra valdhafa og fræðimanna hafa tileinkað sér skoðun kommúnismans og hatur í garð kirkjunnar. Prófessor Roszkowski bendir á, að vissir hlutar pólska samfélagsins séu fjandsamlegir pólskum ríkishefðum kirkjunnar og kristni og gerast sífellt róttækari vegna yfirstandandi menningarbyltingar í Evrópu.

Prófessorinn sagðist hafa tekið eftir því, að þetta væri ekki lengur tilraun til efasemda um einstök pólsk einkenni heldur höfnun pólskrar hefðar í heild sinni og árás á sérstaka pólska þjóðarhagsmuni. Hann varar við því, að andúðin á pólska ríkinu sé hættuleg, vegna þess að það getur þýtt, að fólk vilji ekki lengur verja ríkið ef ráðist verður á það. Wojciech Roszkowski segir:

„Valdhafar vara stöðugt við fasisma og þjóðernishyggju sem hvoru tveggja er í algjöru lágmarki í Póllandi. Að skilgreina eigin þjóðarhag og sögu hefur ekkert með öfga að gera og er nauðsynlegt fyrir Pólland til að geta haldið áfram sem sjálfstætt ríki.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa