Leitaðu að „Ísrael“ með stærstu leitarvél Kína á netinu, Baidu. Þú munt komast að því, að nafn Ísrael er ekki lengur á landakortinu. Uppgötvunin, sem kom mörgum í Kína í opna skjöldu 30. október síðastliðinn, er nýjasta dæmið um ískalda útsmogna þöggun stjórnvalda í Peking. Kína er á engan hátt að koma gyðingum til hjálpar eins og sumir aðrir gera. Þvert á móti ásaka þeir Ísrael um að hafa farið langt fram úr eðlilegum sjálfsvörnum í gagnárásum gegn hryðjuverkasveitum Hamas.
Þannig hefst greinin „Rauði langi skugginn að baki íslamskra hryðjuverka“ í The Epoch Times, þar sem greint er frá áratuga undirróðursstarfsemi Kína sem liggur að baki hryðjuverkum í Miðausturlöndum. Hér birtist fyrri hluti greinarinnar. Síðari hlutann má sjá hér.
Kína gagnrýnir ekki hryðjuverkaárás Hamas
Á sama tíma og fjandskapur eykst gegn Ísrael á mjög svo ritskoðuðu Interneti Kína og í ríkisfjölmiðlum, þá fær hryðjuverkahópurinn sem ber ábyrgð á mannskæðu árásinni þann 7. október sl. ekki eina einustu ákúru í opinberum yfirlýsingum frá Peking. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins fékk nýlega spurningu á blaðamannafundi, hvers vegna kínversk yfirvöld neituðu að segja orðið „Hamas.“ Svar hans var, að „stjórnin standi fyrir réttlæti og sé á móti öllum ofbeldisfullum árásum.“
Miles Yu, kínverskur ráðgjafi hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu í ríkisstjórn Trumps, segir í viðtali við The Epoch Times, að „þetta sé í grundvallaratriðum önnur aðferð til að standa með Hamas.“ Fyrir Yu og aðra sem fylgjast með Kína, þá er hlédrægni Peking lítið annað en gríma. Fjarri frá því að vera sá talsmaður friðar sem ríkisstjórn Kína segist vera, þá „kyndir hún undir kreppur víðs vegar í heiminum“ til að beina athyglinni frá eigin markmiðum og aðgerðum.
Kína að baki hryðjuverkastjórn Íran
Frá því að Hamas gerði hræðilega árás sína á Ísrael 7. október hefur augum verið beint að Írönum vegna meints hlutverks þeirra í að gera árásina mögulega. Fregnir herma, að Teheran hafi veitt Hamas hryðjuverkamönnum þjálfun og skipulagðan stuðning. Íran hefur ófeimið sýnt stuðning sinn við Hamas. Stjórnin fagnaði hryðjuverkinu sem „sögulegum sigri“, skipulagði fjöldafundi til stuðnings Palestínumönnum og hét því að „halda áfram samvinnu“ að efla markmið hópsins. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðuneytisins fyrir ár 2020, þá veitir Íran um 100 milljónum dollara árlega til palestínskra hópa eins og Hamas, Heilagstríðshreyfingar Palestínumanna og Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu. Árið 2022 sagði leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, opinberlega að hópurinn hafði fengið um 70 milljónir dollara frá Íran það ár, sem fóru í að búa til eldflaugar. Jonathan Conricus undirofursti, talsmaður ísraelska varnarliðsins, sagði í viðtali við systurfjölmiðil Epoch Times NTD, að:
„Íran er kóngulóin í vefnum.
Hefði það ekki verið fyrir tilstuðlan Íran,
þá myndi Hamas aldrei hafa orðið til“
Sérfræðingar í Kína, þar á meðal gamalgróinn innanbúðarmaður úr úrvalssveit kínverska kommúnistaflokksins, segir að ekki megi einblína á Íran, því Kína standi að baki miklu:
„Kína gerir stuðning hryðjuverkastjórnarinnar mögulegan. Þannig að óbeint þá ber Kína ábyrgð á þessum átökum.“
Líklegt að Kína hafi vitað um árásina fyrirfram
Þó að það sé engin bein tenging sem bendir á hönd Kína í núverandi átökum, þá hefur Kína myndað náin tengsl við Íran til að vinna gegn áhrifum Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Fyrir utan að vera stærsti viðskiptaaðili Írans samfleytt í 10 ár, þá aðstoðaði Kína við að bæta tengslin milli Sádi-Arabíu og Írans sl. vor. Á sama tíma voru Ísraelsmenn að reyna að endurheimta samskipti við Riyadh. Kínverskar aðilar hunsar ítrekað bandarískar reglur um bann við að útvega Íran herbúnað til að þróa dróna, eldflaugar og kjarnorkuáætlun sína. Eyal Pinko, yfirmaður ísraelska sjóhersins á eftirlaunum, sagði að sér fyndist „augljóst“ að Kína, Íran og Hamas væru hluti af „sömu klíkunni.“ Pinko sagði í viðtali við The Epoch Times:
„Jafnvel í kjarnorkuáætluninni er Íran þátttakandi í Kína. Samstarf þeirra er vissulega stefnumótandi og mjög náið.“
Christopher Balding, sem vinnur að rannsóknum hjá Henry Jackson Society, hugveitu utanríkisstefnu og þjóðaröryggis á Atlantshafi, er sammála. Balding segir við The Epoch Times:
„Það stangast á við allar röksemdir að Kína viti ekki af því, að það styður Hamas að minnsta kosti þegjandi eða óbeint.“
Hann bendir ennfremur á veru kínversku fjarskiptafyrirtækjanna Huawei og ZTE í Miðausturlöndum, þar á meðal í Íran og Líbanon. Þessir aðilar hafa líklega verið að fæða Peking með upplýsingaöflun „í stórum skala.“ Hann bætti við, að trúlegast hefði leyniþjónusta Kínað vitað um áætlun Hamas áður en árásin átti sér stað.
Upprennandi „öxull vonskunnar“
Langvinnt stríð í Miðausturlöndum væri skýr sigur fyrir Peking á mörgum vígstöðvum. Það myndi tæma vestrænar auðlindir og afvegaleiða athyglina frá Indó-Kyrrahafssvæðinu, þar sem kínverska stjórnin berst harkalega um yfirráð. Þar sem Bandaríkin eru í auknum mæli upptekin af Úkraínu og Ísrael, þá leitar Kommúnistaflokkur Kína leiða til að stækka áhrif sín annars staðar. Þeir efla því and-vestræn bandalög á leið sinni að nýrri heimsskipan. Cai Xia, sem vann að kennslu og þjálfun háttsettra kínverskra embættismanna í miðstjórnarskóla kommúnistaflokksins, sagði við The Epoch Times:
„Veikari staða Rússa vegna stríðsins við Úkraínu, gerir kínverska leiðtogann Xi Jinping að eðlilegum heimsleiðtoga. Sjáið bara til. Sá sem er stærsti velgjörðarmaðurinn, hann er líklega hvatamaðurinn á bak við tjöldin. Þeir munu grípa allar auðlindir í heiminum sem þeir geta komist yfir sem þjónar markmiðum þeirra. Í þeirra augum snýst allt um völd og stöðu. Það eru engin siðferðileg takmörk.“
Samstarf Kreml og Peking og afstaða vegna stríðs Ísraels og Hamas sést best á því, hvernig þeir taka höndum saman til að samræma stefnuna í Miðausturlöndum. Hinn 26. október, um það bil viku eftir að Peking rúllaði út rauða dreglinum fyrir Pútín, kom sendinefnd Hamas til Moskvu til að ræða lausn rússneskra gísla sem þeir höfðu í haldi. Í kjölfarið sendi Hamas frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir hrósuðu Pútín til að binda enda á „glæpi Ísraels sem eru studdir af Vesturlöndum.“ Hjá Sameinuðu þjóðunum leggur Kína sig stöðugt fram að efla málstað Palestínumanna. Ásamt Rússlandi kom Kína í veg fyrir ályktun undir forystu Bandaríkjanna 25. október, þar sem reynt var að fordæma árás Hamas og styðja rétt Ísraels til sjálfsvarnar.
Cheng Chin-mo sem er sérfræðingur í alþjóðasamskiptum við Tamkang háskólann í Taívan segir við The Epoch Times:
„Nýr öxull vonskunnar er þegar áberandi á milli Kína, Írans, Rússlands og Norður-Kóreu. Fyrir kommúnistastjórnina í Kína er þumalfingursreglan einföld: Svo lengi sem þú ert á móti Bandarikjunum, þá ertu vinur okkar. Það er niðurstaða þeirra.“