Skipta verður um 34 milljónir ljósa í Svíþjóð samkvæmt nýjum reglum ESB

ESB hafur bannað framleiðslu ljósröra sem innihalda kvikasilfur. Núna er því beint til allra fasteignaeigenda að skipta yfir í LED-ljós í staðinn.

Bann við nýrri framleiðslu þýðir þó samt ekki, að það þurfi að henda þeim ljósrörum sem núna eru í notkun eða til á lager. Leyft verður að nota þau ljósrör eins lengi og hægt er. En vegna þess hversu litlar birgðir eru til af eldri ljósrörum þá er ljósaiðnaðurinn beðinn um að skipta tímanlega yfir í LED ljós.

Í allri Svíþjóð eru um 34 milljónir flúrröra og „verði þeim ekki skipt út í tæka tíð, þá er hætta á að það verði myrkur“ að sögn Mikael Castanius, framkvæmdastjóra samtaka ljósafyrirtækja í viðtali við ríkisútvarpið. Við það bætast 17 milljónir ljósa sem einnig þarf að skipta út.

Ákvörðun ESB kom bransanum á óvart, þar sem allt gekk mun hraðar en búist var við. Einungis í sveitarfélaginu Jönköping munu skiptin taka tíu ár og kosta um 15 milljónir sænskra króna.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa