Sænska járnbrautarkerfið uppfært fyrir þriðju heimsstyrjöldina

Aðild að Atlantshafsbandalaginu og hernaðaruppbygging fyrir alhliða stríð við Rússland þýðir mikla þörf á að stækka sænska járnbrautalestarkerfið, segir í skjali sem sænski herinn hefur sent stjórnvöldum.

Í slíkri atburðarás mun járnbrautin gegna lykilhlutverki fyrir herflutninga, að sögn sænska hersins. Pål Jonson varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir á leið á ESB-fund í Brussel í vikunni:

„Þetta er vinna sem við þurfum að fara í núna. Þetta snýst um að tryggja hreyfanleika hersins, þannig að við fælingarmáttur okkar sé trúverðugur.“

Svíþjóð notuð sem framvarðarsvæði í styrjöld gegn Rússlandi

Hin víðtæku áform eru hins vegar gagnrýnd úr mörgum áttum. Lars Bern, fyrrverandi forstjóri Gufuvélafélagsins og meðlimur í Konunglegu sænsku vísindaakademíunni, varar við því að öll Svíþjóð verði skotmark fyrir rússneskar sprengjur, vegna þeirrar járnbrautaráætlunar sænska hersins. „Af hverju kemur Nató með þessar kröfur? Það er til að hægt sé að nota Svíþjóð í framtíða strýði Bandaríkjanna við Rússland“ segir Lars Bern. Hann segir í fréttaskýringarþætti hjá Swebbtv:

„Augljóslega snýst þetta um, að Svíþjóð verði notað sem áhrifaríkt framvarðarsvæði í styrjöld gegn Rússlandi. Það þýðir að öll Svíþjóð verður hernaðarlegt skotmark Rússlands. Þannig hefur það ekki verið áður en er orðið núna.“

Stuðningur Svía minnkar við aðild að Nató

Að sögn Bern er þetta alvarlegt vegna þess að stuðningur við Nató-aðild heldur áfram að minnka meðal sænsku þjóðarinnar. Lars Bern segir:

„Við sjáum núna, að almenningsálitið er farið að átta sig á þessu. Undanfarna mánuði hefur stuðningur við Nató minnkað verulega. Það mun örugglega halda áfram.“

Hér að neðan má hlýða á viðtalið við Lars Bern:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa