Sænska bókasýningin

Sænska bóka- og fjölmiðlasýningin var haldin í ár í Scandic Infra City, Upplands Väsby og var yndislegt að heimsækja og sjá alla rithöfunda, listafólk, stjórnmálamenn, áhugafólk og ræðuhaldara samankomna til að kynna verk sín og ræða um ástandið í heimsmálunum. Var troðfullt á umræðufundum í 5 sölum með þátttöku fagfólks, fyrirtækjarekenda og stjórnmálamanna. Á göngum voru söluborð og í einum salnum léku tónlistarmenn tónlist.

Laugardaginn 7. október Bóka- og fjölmiðlasýningin í Stokkhólmi. Í ár var temað Fjármálaelítan og World Economic Forum (WEF). Rætt var um og afhjúpað, hvernig alþjóðlega valdakerfið reynir að ná stjórn á öllum heiminum.

Í kynningum og umræðum var ógnin sem kemur frá fjármálaelítunni rædd og einnig hvernig á að berjast gegn yfirvofandi hættu vegna stanslausra árása á sviði loftslagsblekkingarinnar, heimsaraldursblekkingarinnar, heftingu málfrelsis, eftirlits með öllum einstaklingum og stafrænu peningakerfi. Fólk hittist á sænsku bókasýningunni til að njóta málfrelsis og ræða málin. Fólk með mismunandi afstöðu til þjóðmálanna mættu á staðinn og nutu heils dags frelsis í návist hvers annars. Sænsku Frelsisfréttirnar „Frihetsnytt“ voru á staðnum og gerðu sýningunni skil. Allar myndir hér að neðan eru frá Frelsisfréttum.

Hér má sjá nokkra rithöfunda og listamenn sýna og selja verk sín. (Mynd@Frelsisfréttir).

Lennart Matikainen opnaði sýninguna sem einkenndist af baráttuanda gegn glóbalistunum. Hann var einnig með á ráðstefnu SwebbTV um sömu mál. Hann hefur m.a. verið ráðgjafi lögreglunnar í Svíþjóð og fyrirtækjaleiðtoga í betri stjórnun fyrirtækja og stofnana samanber bókina með titlinum „Brennandi yfirmaðurinn“ þar sem brennandi þýðir með brennandi áhuga. Hann sagði í viðtali við Frelsisfréttirnar:

„Ég held að þetta hafi verið betri sýning en hún hefur verið nokkru sinni áður. Mér fannst tilfinningin og andrúmsloftið einstaklega gott og fólk var svo ánægt að vera þarna. Ég hitti engan sem var óánægður með neitt, en allir voru svo ótrúlega þakklátir og ánægðir. Þannig að ég held að þetta hafi verið besta sýning sem haldin hefur verið fram að þessu.“

Rithöfundurinn Katarina Janouch hafði ekki undan að selja bækur með eiginhandaráritun til sýningargesta. Hún er einn af skarpari pennum Svíþjóðar í frelsisbaráttunni og kann einnig að koma orðum fyrir sig á ekki minni skarpan hátt. Hún var mjög ánægð með bókasýninguna í ár og segir þátttakendur vera þjóðfélagslega hreyfingu gegn glóbalistunum.
Arne Weins, rithöfundur og athafnamaður hélt ræðu og hann var einnig með á sjóráðstefnu Swebbtv og undirritaður tók viðtal við hann sem sent var í síðasta þætti Heimsmála með undirrituðum.
Carl Lundström, framkvæmdastjóri og leiðarahöfundur Frelsisfrétta var á bókasýningunni bæði sem ræðumaður og þátttakandi í pallborðsumræðum. Hann bauð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fv. forsætisráðherra á sýninguna í fyrra en Sigmundur komst ekki vegna anna á þingi. Undirritaður tók þá viðtal við hann sem fréttamaður ÚS og tók smá viðtal einnig núna sem einkaaðili sem má heyra á sænsku hér að neðan.

Lýðræði og ást

Carl Lundström hélt fyrirlestur um lýðræði og ástina en elíta glóbalismans reynir að breyta merkingu þessara orða:

„Glóbalistaelítan reynir að breyta merkingu þessara orða. Lýðræði þýðir núna að maður á að elska ríkisstjórnina. Ást þýðir núna að káfa megi á líkamsopum smábarna. Fólk er reitt út um allan heim. Það er enginn sem hefur beðið um þessa vitleysu. Mín börn neyðast til að hlusta á þetta, áður voru það samkynhneigðir sem töluðu sínu máli en núna eru það dragdrottningar sem reka áróður um að krakkar megi skera burtu kynfærin við 11 ára aldur með eða gegn vilja foreldranna.“

Hér má hlýða á samtal okkar Carls á sænsku:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa