Stærsta vindorkuver Svíþjóðar er í eigu kínversks ríkisfyrirtækis og hefur verið rekið með miklu tapi í langan tíma. Vindorkugarðurinn sótti nýlega um skuldauppgjör en sænska ríkið krefst þess að kínverska ríkið standi fyrir eigin fjárfestingum.
Þetta hefur verið erfitt ár fyrir stærsta vindorkuver Svíþjóðar, Markbygden Ett. Árið 2022 nam tapið 1,3 milljörðum sænskra króna og árið áður var tapið hátt í 600 milljónir sænskra króna. Á sama tíma glímir félagið við gamlar skuldir, sem þýðir að félagið skuldar samtals um sex milljarða sænskra króna sem eru tæplega 81 milljarðar íslenskra króna.
Í gegnum kjarnorkufyrirtækið „China General Nuclear Cooperation“ á kínverska ríkið 75% í vindorkuverinu í Luleå. Kínverska ríkið vildi hins vegar ekki greiða það fé sem þurfti til að halda fyrirtækinu gangandi og í lok síðasta árs sóttu þeir um skuldauppgjör fyrir héraðsdómi Umeå. Núna berast þær fréttir, að sænska ríkið vilji stöðva skuldauppgjörið í gegnum sænska skattinn.
Samkvæmt bókun sem Dagens industri hefur séð, sagði Oskar Ahlm hjá Skattstofunni, að það ætti að vera í höndum kínverskra eigenda að þrýsta á um aukafé „ef þeir vilja forðast að fyrirtækið verði sett í gjaldþrot.“ Að öðrum kosti þurfa sænskir skattgreiðendur að borga fyrir skuldir vegna fjárfestingu kínverska ríkisins.
Hefur ekki framleitt nóg rafmagn
Norska hópurinn Hydro leggst einnig gegn skuldauppgjöri með áfrýjun til héraðsdómstólsins í efri Norrlandi. Hydro er með samning við vindorkuverið í Luleå sem þýðir í raun, að þeir geta keypt rafmagn á föstu verði til 19 ára. Vandamálið er hins vegar, að vindorkuverið neyðist til að kaupa og afhenda dýrt „viðbótarrafmagn“ þar sem vindmyllurnar framleiða ekki nógu mikið eigið rafmagn.
Samningurinn við norsku iðnsamstæðuna kostar kínverska ríkið mikla fjármuni en verði samningurinn rofinn má búast við tjónakröfum ofaná upp á marga milljarða.
Alls á China General Nuclear Cooperation sex vindorkugarða í Svíþjóð.