Sænskir „fræðimenn“ telja að kaffidrykkja leiði til loftslagshruns

Núna efla sænskir háskólanemar baráttuna gegn loftslagsheimsenda jarðar. Telja þeir kaffidrykkju mestan glæpavald losunar á eftir rauðu kjöti. Greinilega á hvorki að borða kjöt eða að fá sér morgunkaffi eða kaffi á eftir máltíð ef marka má sænska ríkisútvarpið sem tók viðtal við einn helsta fræðimann í loftslagsmálum hjá Stokkhólms háskóla, Anne Charlotte Bunge. Varað er við einu helsta þjóðareinkenni Svía – „fika“ eða kaffihlé – sem einum stærsta orsakavaldi hamfarahlýnunar.

Fræðimenn við Stokkhólmsháskóla rannsaka loftslagsáhrif sænskrar kaffimenningar á loftslagið og vara núna heiminn við því, að kaffi sé næstum jafn slæmt og rautt kjöt út frá loftslagssjónarmiðum. Anne Charlotte Bunge Hjá Stokkhólmsháskóla segir við ríkisútvarpið:

„Það er svo rómantískt að drekka kaffi, að við neitum að ræða um bakhliðar þess.“

Með því að forðast ákveðnar vörur er samt hægt að gera kaffipásuna mun „vinveittari umhverfinu:“

„Það þarf mikið land til að rækta kaffi. Þegar litið er á loftslagsáhrifin sem stafa af kaffiframleiðslu, þá eru þau rétt á eftir rauðu kjöti.“

Með að meðaltali þrjá bolla á dag eru Svíar ein af þeim þjóðum heims sem drekka kaffi einna mest. Kaffidrykkja er einnig í miklum mæli á Íslandi. Bent er á að gervikaffi sem framleitt er á rannsóknarstofu eða búið til úr súkkulaði sem ekki kemur úr kakóbaunum, myndi gera mikið gagn í baráttunni gegn hamfarahlýnun.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa