Donald Trump tryggði sér New Hampshire í forkosningum repúblikanaflokksins í gær. Þetta var afgerandi sigur þrátt fyrir að þúsundir demókrata reyndust hafa kosið Nikki Haley en forkosningarnar voru opnar einnig fyrir þátttöku óháðra og demókrata.
Trump gagnrýndi fyrirkomulagið á Truth Social fyrir atkvæðagreiðsluna (sjá viðtal CNN að neðan við einn demókrata sem kaus Nikki Haley til að reyna að fella Trump):
„Svo fáranlegt að leyfa demókrötum og óháðum að kjósa í forkosningum repúblikana, sérstaklega eftir að svikahrappurinn Joe Biden hefur yfirgefið New Hampshire. En sögur herma að okkur gangi mjög vel!!!“
Á fundi eftir að kosningaúrslitin lágu fyrir gagnrýndi Trump Nikki Haley harðlega fyrir að halda áfram með framboðið og benti á að hann væri með miklu meira fylgi en hún í heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samkvæmt AP fékk Trump 55% atkvæða og Nikki Haley um 44% atkvæða. Óljóst er hvort öll atkvæði hafa verið talin, þegar þetta er skrifað.
Sjá alla ræðu Trumps hér að neðan og þar fyrir neðan viðtal CNN við demókrata sem kaus Nikki Haley í forkosningum repúblikana gegn Trump: