Sýrlenska rétttrúnaðarkirkjan St. Mary í Tensta, norðvestur af Stokkhólmi, varð fyrir innbroti og skemmdarverki snemma á fimmtudagsmorgun.
Lögreglan skrifar á heimasíðu sinni, að „innbrotsmerki séu á hurð, rúður hafi verið brotnar og að hlutum hafi verið stolið sem auðvelt er að selja.“
Sýrlenska rétttrúnaðarkirkjan skrifar í fréttatilkynningu:
„Við vitum ekki hver stendur á bak við þetta og í hvaða tilgangi skemmdarverkin eru unnin.“
Vaxandi „kristnifóbía“ í Svíþjóð
Í myndbandi sem gengur um á samfélagsmiðlum, má sjá brotnar rúður, brotnar hurðir og hlutum sem hefur velt um koll og aðra eyðileggingu í kirkjunni. Aday Bethkinne, kristdemókrati í Botkyrka, skrifar í færslu á X (sjá að neðan), að hann „fordæmi þetta óvirðulega athæfi:“
„Ég mun aldrei líða, að hatursglæpir gegn kristnum mönnum og kirkjum fari fram hjá neinum og teljist eðlileg. Ég mun ekki þegja yfir þeirri kristnifóbíu sem fer vaxandi í landi okkar.“
Kirkjuspjöll aukast – verður að efla öryggið
Aday Bethkinne segir í viðtali við SVT:
„Ríkisstjórnin verður að sjá til þess að öryggi verði eflt í kirkjum.“
Í janúar 2021 varð Spånga kirkja, sem er skammt frá Tensta, fyrir eldárás eftir að tveimur eldsprengjum var kastað inn í kirkjuna. Örfáum dögum síðar kom upp eldur í sömu kirkju eftir að rúða hafði verið brotin. Þetta eru einungis dæmi um þau skemmdarstörf og árásir á kirkjur sem fjölgar stöðugt í Svíþjóð.