Skutu saklausa fjölskyldu í Stokkhólmi

Banvæn skotárás á barnafjölskyldu í villu í Västberga í Stokkhólmi í gærkvöldi var ekki beint að því fólki sem átti að fá kúlurnar. Glæpamennirnir fóru húsavillt vegna sams konar eftirnafns húsráðanda.

Aftonbladet greinir frá því, að skotárásin hafi átt sér stað þegar einn eða fleiri glæpamenn fóru inn í einbýlishúsið og byrjuðu að skjóta á húsráðendur. Fjölskyldufaðirinn var drepinn en móðir og barn voru flutt særð á sjúkrahús.

Samkvæmt mörgum heimildum Aftonbladets, þá hafði fjölskyldan engin tengsl við glæpahópana og er því um enn eina svokallaða „ranga“ skotárás að ræða. Sænska útvarpið hefur einnig greint frá því, að það hefur undir höndum upplýsingar um að um blásaklaust fólk var að ræða.

Þau óheppnu hétu sama eftirnafni og glæpamaðurinn sem átti að myrða. Morðingjarnir voru ekki að hafa mikið fyrir því að kanna, hvort um réttan aðila var að ræða áður en þeir drápu viðkomandi. Ástandið versnar stöðugt og fleiri fórnarlömb verða fyrir barðinu á morðóðu vopnuðu liði glæpahópa sem skiptir ekki lengur máli hvern þeir drepa, bara ef eftirnafnið er það sama.

Hér að neðan má sjá hótun glæpamanns um að drepa alla með sama eftirnafn og þess sem hann vildi feigan. Þetta var fyrir rúmum 10 árum og vakti mikla athygli á sínum tíma.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa