Skot- og sprengjuárásir um helgina í Svíþjóð

Á meðan augu heimsins beinast að grimmdarverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas í Ísrael og afleiðingunum í kjölfarið, þar sem farandfólk fagnar fjöldamorðunum á götum og torgum í Evrópu, þá halda glæpahóparnir áfram hryðjuverkum af fullum krafti. Hér er smá yfirlit yfir atburði helgarinnar.

Kveikt í bílum í Västerås

Klukkan 19:30 á laugardagskvöld var lögreglu tilkynnt um að kviknað væri í bílum í Bäckby-hverfinu í Västerås. Klukkutíma síðar var búið að kveikja í fleiri bílum á öðrum stað. Alls eyðilögðust þrír bílar og margir bílar urðu fyrir skaða af völdum elds. Mathias Rutegård, blaðafulltrúi lögreglunnar sagði í viðtali við sænska sjónvarpið, að lögreglan „væri að athuga samband eldanna.“

Skotárás í Kungsängen í norður Stokkhólmi

Skömmu fyrir miðnætti aðfaranótt sunnudags var skotárás á raðhús í Kungsängen. Að sögn Daniel Wikdahls, blaðafulltrúa lögreglunnar í Stokkhólmi „voru tvær konur á heimilinu en engin þeirra slasaðist.“ Atvikið er flokkað sem tilraun til manndráps og lögreglan grunar tengsl við aðra alvarlega glæpi sem hafa átt sér stað að undanförnu.

Sprengjuárás í Gautaborg

Um miðnætti var sprengjuárás gerð í samkomusal í Lövgärdet. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð á vettvang. Afbrotið flokkast sem hættuleg eyðilegging.

Kveikt í iðnaðarhúsnæði og flutningabílum í Botkyrka suður af Stokkhólmi

Um tvöleytið í nótt var neyðarþjónustu og lögreglu gert viðvart um mikinn eld í iðnaðarhúsnæði í Tumba í suður Stokkhólmi. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem neyðarþjónustan er send á sama stað. Í janúar var sprengjuárás á staðnum sem sem olli miklum skemmdum á byggingunni. Eigandi fyrirtækis á staðnum er með tengsl við einn af stærstu glæpahópum Stokkhólms. Andreas Blomquist, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Södertörns segir í viðtali við SVT:

„Um er að ræða umfangsmikinn eld í stóru iðnaðarhúsnæði sem er um það bil 5.000 fermetrar. Nokkrir flutningabílar sem stóðu nálægt hafa einnig brunnið. Mat okkar í augnablikinu er, að um íkveikju sé að ræða og þess vegna höfum við hafið frumrannsókn á alvarlegri íkveikju.“

30-40 slökkviliðsmenn frá fjórum mismunandi slökkvistöðvum unnu að slökkvistörfum í nótt og sást reykurinn víða að í suður Stokkhólmi.

Skotárás í Malmö

Klukkutíma síðar, klukkan 3 í nótt varð ein skotárás í viðbót, að þessu sinni í Malmö. Skotið var á íbúð, þar sem fólk dvaldist en engan sakaði.

Óöldin er farin að valda verulegum truflunum á daglegu lífi Svía næstum hvar sem er í landinu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa